fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Þau fá Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði

Pressan
Mánudaginn 6. október 2025 09:58

Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mary E. Brunkow, Fred Ramsdell og Shimon Sakaguchi hljóta Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði árið 2025 fyrir uppgötvanir sem varpa nýju ljósi á ónæmiskerfið okkar og hvernig það lærir að ráðast ekki á líkama okkar.

Þremenningarnir greindu svokallaðar bælifrumur (e. regulatory T cells), frumur sem gegna því lykilhlutverki að halda ónæmiskerfi okkar í jafnvægi og koma í veg fyrir sjálfsofnæmissjúkdóma.

Í tilkynningu nefndarinnar er rifjað upp að rannsóknir Sakaguchi á tíunda áratug liðinnar aldar hafi sýnt að ónæmiskerfið byggir ekki eingöngu á því að eyða hættulegum frumum, heldur einnig á virku eftirliti af hálfu sérstakra frumna sem bæla ónæmissvörun þegar þess þarf.

Síðar, árið 2001, fundu Brunkow og Ramsdell genið Foxp3, sem stjórnar starfsemi þessara frumna. Stökkbreytingar í þessu tiltekna geni geta valdið alvarlegum sjálfsofnæmissjúkdómum, bæði í mönnum og dýrum.

Að sögn Nóbelsverðlaunanefndarinnar hefur samspil þessara uppgötvana opnað nýja möguleika í læknisfræði. Þekkingin er nú notuð við þróun nýrra meðferða gegn krabbameini og sjálfsofnæmissjúkdómum, en þar að auki gæti hún skilað betri árangri þegar kemur að líffæraígræðslum.

„Uppgötvanir þeirra hafa verið lykilatriði í að skilja hvernig ónæmiskerfið forðast að ráðast á sjálfan líkamann,“ sagði Olle Kämpe, formaður Nóbelsnefndarinnar, við tilkynninguna í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?