Í niðurstöðu réttarrannsóknar sem franskir fjölmiðlar vitna í kemur fram að bíllinn, Fiat 500, hafi byrjað að rúlla hægt aftur á bak þegar Bernadette var að þrífa bílinn.
Í viðleitni sinni til að stöðva bílinn teygði hún sig inn um opinn glugga til að taka í handbremsuna. Ekki vildi betur til en svo að rafknúinn glugginn lokaðist og klemmdist hún á milli með þeim afleiðingum að hún kafnaði.
Vinir Bernadette urðu áhyggjufullir þegar hún skilaði sér ekki í matarboð sem henni hafði verið boðið í og þá náðist ekki í hana í síma. Fannst hún látinn á bílastæðinu við hús sitt skömmu síðar.
Bróðir Bernadette, Francois, segir við franska fjölmiðla að aðstandendur muni ekki fara fram á bætur frá Fiat vegna slyssins. Hann kveðst þó hafa sent bréf þar sem hann hvatti fyrirtækið til að grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir að slys af þessu tagi endurtaki sig.