fbpx
Sunnudagur 12.október 2025
Pressan

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 11. október 2025 21:30

Robert og dóttir hans Nikki skömmu áður en hún lést.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmenn dauðadæmds manns í Texas segja að nýtt viðtal í hlaðvarpi fréttaskýringaþáttarins Dateline varpi ljósi á alvarlegt misferli dómara í máli hins dauðadæmda fanga, Roberts Roberson.

Til stóð að taka Robert af lífi þann 16. október næstkomandi fyrir morð á tveggja ára dóttur sinni, Nikki Curtis, árið 2002. Á fimmtudag var aftökunni hins vegar frestað og er óvíst hvenær hún fer fram. Lögmenn Roberts hafa krafist nýrra réttarhalda í málinu, meðal annars á grundvelli þess að hann var dæmdur á grundvelli vafasamra kenninga um það sem kallast Shaken baby syndrome. Til stóð að taka Robert af lífi í fyrra en aftökunni var frestað á síðustu stundu. Aftökunni var svo aftur frestað á fimmtudag sem fyrr segir.

Töldu víst að hún hefði verið hrist

Það var þann 31. janúar 2002 að Robert mætti með dóttur sína á sjúkrahús í bænum Palestine í Texas. Stúlkan var meðvitundarlaus, blá og augljóslega í mikilli lífshættu.

Læknar hringdu nær umsvifalaust á lögreglu og sögðust fullvissir um að stúlkan væri með það sem kallast Shaken baby syndrome. Nikki lést á sjúkrahúsinu daginn eftir og töldu læknar fullvíst að hún hefði verið hrist til dauða – og það áður en krufning hafði farið fram.

Shaken baby syndrome er umdeilt hugtak í læknavísindum og hafa dómstólar, til dæmis í New Jersey í Bandaríkjunum, afskrifað hugtakið sem „ruslvísindi“ í ákveðnum tilfellum. Það kom þó ekki í veg fyrir að Robert var dæmdur til dauða í febrúar 2003.

Robert Roberson. Mynd/Innocence Project

Robert hefur staðfastlega haldið fram sakleysi sínu í málinu og aldrei viðurkennt að hafa beitt dóttur sína ofbeldi. Margir virðast vera sammála honum og í þeim hópi er til dæmis lögfræðingurinn og rithöfundurinn John Grisham sem kallaði eftir því í fyrra að aftökunni yrði frestað og fullyrti að taka ætti saklausan mann af lífi. Læknar, lögfræðingar og vísindamenn eru einnig í þessum hópi.

Ólögleg íhlutun dómarans

Viðtalið sem vísað er til í fyrirsögn og hér fremst var tekið af hinum virta fjölmiðlamanni Lester Holt við Larry Bowman, móðurafa Nikki. Bowman sagði í þættinum að dómarinn, Bascom Bentley, sem síðar stýrði réttarhöldunum yfir Roberson, hafi hringt á spítalann þegar Nikki lá þar á milli heims og helju og gefið grænt ljós á að slökkt yrði á öndunarvél sem hélt henni á lífi.

Bowman sagðist tala fyrir hönd fjölskyldu barnsins og fullyrti hann ranglega að móðurafi og móðuramma Nikki væru löglegir forráðamenn Nikki. Þetta var rangt þar sem faðirinn, fyrrnefndur Robert, var forráðamaður stúlkunnar samkvæmt dómi sem féll tveimur mánuðum áður.

Þetta telja lögmenn Roberson að hafi verið ólögleg íhlutun dómara og hann hafi farið langt út fyrir valdsvið sitt. Þar að auki hafi dómarinn verið vanhæfur og sýnt hlutdrægni þar sem Bentley þessi undirritaði síðar handtökuskipun Roberson og dæmdi í máli hans. Telja verjendur Roberts að í augum Bentley hafi Robert verið sekur áður en dómur var kveðinn upp.

„Það voru bara þessi þrjú orð“

Mikið hefur verið rætt um mál Roberts á undanförnum misserum en sem fyrr segir telja margir að dómurinn yfir honum hafi verið byggður á afar veikum grunni.

Í fyrsta lagi hafi læknar fullyrt strax að um Shaken baby syndrome væri að ræða áður en rannsókn og krufning fór fram á Nikki.

Í annan stað var litið fram hjá undirliggjandi veikindum hjá stúlkunni en hún hafði verið með yfir 40 stiga rétt áður en faðir hennar fór með hana á sjúkrahús. Læknar litu fram hjá því að hún var með ómeðhöndlaða lungnabólgu og hafði hún fengið uppáskrifað lyf sem geta reynst börnum lífshættuleg, en sú vitneskja var ekki fyrir hendi á þeim tíma.

Loks hefur verið bent á að lögregla hafi ekki tekið tillit til þess að Robert er greindur með einhverfu. Þótti hann koma lögreglumönnum fyrir sjónir sem „kaldrifjaður morðingi“ þar sem hann sýndi ekki miklar tilfinningar í yfirheyrslum hjá lögreglu.

Brian Wharton, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Palestine, fór með rannsókn málsins á sínum tíma. Hann sagði í samtali við Guardian árið 2023 að hann teldi að Robert væri saklaus. „Það var enginn glæpavettvangur, engin sönnunargögn. Það voru bara þessi þrjú orð: shaken baby syndrome. Án þeirra væri hann frjáls maður í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðherrann sagðist standa keik andspænis her Antifa – Herinn samanstóð af blaðamönnum og manni í hænubúning

Ráðherrann sagðist standa keik andspænis her Antifa – Herinn samanstóð af blaðamönnum og manni í hænubúning
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einn stolinn sími hratt af stað einni stærstu lögregluaðgerð Bretlands

Einn stolinn sími hratt af stað einni stærstu lögregluaðgerð Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vann yfir hundrað milljónir á skafmiða – Tveimur mánuðum síðar fékk hann kjaftshöggið sem hann þurfti

Vann yfir hundrað milljónir á skafmiða – Tveimur mánuðum síðar fékk hann kjaftshöggið sem hann þurfti
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fullyrða að eitrað hafi verið fyrir Assad í Rússlandi og hann hafi verið þungt haldinn

Fullyrða að eitrað hafi verið fyrir Assad í Rússlandi og hann hafi verið þungt haldinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stakk tvíburasystur sína um miðja nótt: Var hann í raun sofandi og ófær um að stjórna gjörðum sínum?

Stakk tvíburasystur sína um miðja nótt: Var hann í raun sofandi og ófær um að stjórna gjörðum sínum?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kokkur afhjúpar leyndarmálið – Svona skerðu lauk án þess að gráta

Kokkur afhjúpar leyndarmálið – Svona skerðu lauk án þess að gráta