fbpx
Miðvikudagur 01.október 2025
Pressan

Voru fljót að láta sig hverfa úr Airbnb-íbúð þegar þau komu auga á þetta

Pressan
Miðvikudaginn 1. október 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Kriss og Kate Hardman gengu út úr íbúð sem þau tóku á leigu á leiguvefnum Airbnb fyrir skemmstu eftir að þau komu auga á myndavél í íbúðinni sem vísaði inn í stofuna.

Kriss og Kate voru í Perth í Ástralíu ásamt þremur börnum sínum þegar þau tóku umrædda íbúð, sem er fjögurra herbergja, á leigu.

Á myndbandi sem Kriss deildi á samfélagsmiðlum sást rauður punktur blikka á vélinni, sem gaf til kynna að hún væri virk.

„Þetta er fallegt húsnæði, en eitt atriði veldur mér áhyggjum. Getur einhver sagt mér, er þetta leyfilegt í Airbnb? Er þetta eðlilegt?“ spurði Kriss fylgjendur sína og sýndi þeim myndavélina.

Eftir að hafa fengið fjölda svara ákvað fjölskyldan skömmu síðar að yfirgefa gististaðinn og bóka hótel. „Öryggi barnanna okkar þriggja var það mikilvægasta,“ sagði Kriss.

Airbnb segist hafa boðið fjölskyldunni að flytja í sambærilegt húsnæði án aukakostnaðar og greiða jafnframt fyrir hóteldvölina. Kriss gagnrýndi þó fyrirtækið fyrir að hafa dregið lappirnar þegar í ljós kom að nýtt húsnæði gæti orðið kostnaðarsamt fyrir fyrirtækið.

Eftir ítrekaðar fyrirspurnir á netinu varð lendingin sú að fjölskyldan fékk inneignarnótu frá Airbnb sem dugði til að standa straum af nýju húsnæði.

„Það þurfti samfélagsmiðla til að ná lendingu í þessu máli,“ sagði Kriss en tók fram að Airbnb hefði loks endurgreitt þeim að fullu og veitt þeim aðstoð við nýja bókun.

Í yfirlýsingu frá Airbnb í Ástralíu og Nýja-Sjálandi kom fram að gestgjafar megi aldrei hafa myndavélar eða upptökutæki sem fylgjast með innanhússrýmum, jafnvel þótt þau séu óvirk. „Við höfum veitt gestinum fulla endurgreiðslu og aðstoðað við endurbókun,“ sagði talsmaður fyrirtækisins að því er fram kemur í frétt New York Post.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Starfskona á barnaheimili dæmd fyrir ofbeldi gegn 21 barni – „Aðeins verstu manneskjur ráðast á varnarlaus börn“

Starfskona á barnaheimili dæmd fyrir ofbeldi gegn 21 barni – „Aðeins verstu manneskjur ráðast á varnarlaus börn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rotnandi líkið í Teslunni – Segir galið að söngvarinn hafi ekki verið handtekinn og ákærður fyrir barnaníð

Rotnandi líkið í Teslunni – Segir galið að söngvarinn hafi ekki verið handtekinn og ákærður fyrir barnaníð
Pressan
Fyrir 1 viku

„Martraðarbakteríur“ sækja í sig veðrið í Bandaríkjunum

„Martraðarbakteríur“ sækja í sig veðrið í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum