fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Ákærður fyrir ofbeldi og niðurlægingu – Beit nefbroddinn af unnustunni og neyddi hana til að sofa í hundabúri

Pressan
Fimmtudaginn 9. janúar 2025 22:00

Maðurinn beitti konuna hrottalegu ofbeldi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að það séu hrottalegar lýsingar sem koma fram í ákæru á hendur karlmanni vegna þess ofbeldis sem hann beitti unnustu sína árum saman. Hún var beitt líkamlegu ofbeldi, niðurlægð og beitt andlegu og kynferðislegu ofbeldi.

Ofbeldið átti sér stað á ýmsum stöðum á Jótlandi í Danmörku frá 2018 til 2023. Meðal þess sem kemur fram í ákærunni er að maðurinn hafi lamið konuna með vendi, reiðsvipu og stálvír. Hann ýtti henni niður stiga, tók hana hálstaki þar til hún missti meðvitund. Hún var stungin með nálum, brennd með sígarettum og neydd til að brenna sjálfa sig. Hann beit hann víða um líkamann og í höfuðið, meðal annars beit hann nefbroddinn af henni.

Fyrrgreind atriði eru aðeins brot af því sem maðurinn er ákærður fyrir að sögn Ekstra Bladet sem segir að hann sé einnig ákærður fyrir að neyða hana til að drekka vökva sem hann sagði að væri sæði úr honum og öðrum körlum.

Hann er einnig ákærður fyrir sex kynferðisbrot sem eru sögð vera sadistísk, niðurlægjandi og ómanneskjuleg. Þess utan er hann ákærður fyrir mörg tilfelli andlegs ofbeldis. Meðal annars með því að hafa daglega eða næstum daglega talað á niðurlægjandi hátt til konunnar, meðal annars með að kalla hana „óþverra“, „heimska hóru“ og „belju“.

Hann er einnig ákærður fyrir að hafa neytt hana til að vera í nærbuxum með nálum í þegar hún fór að heiman. Einnig fyrir að banna henni að vera viðstödd brúðkaup föður síns og fyrir að neyða hana ítrekað til að sofa á teppi í hundabúri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali