fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Pressan

Hvetja ferðamenn til að forðast þessa evrópsku áfangastaði á árinu

Pressan
Miðvikudaginn 8. janúar 2025 07:30

Markúsartorgið í Feneyjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir evrópskir ferðamannastaðir glíma við gríðarlega átroðning og nú er staðan orðin svo slæm að Fodor´s Travel ferðasíðan hefur sett nokkra þeirra á umdeildan lista sinn „No List 2025“.

Þeir áfangastaðir, sem eru settir á þennan lista, eru undir miklu álagi vegna ágangs ferðamanna og því ráðleggur ferðasíðan fólki að fara ekki þangað á þessu ári. Ekki er verið að hvetja fólk til að sniðganga staðina, heldur er verið að hvetja fólk til að hugsa sig um áður en það heimsækir þessa áfangastaði.

Fly Smart 24 skýrir frá þessu.

Fodor´s Travel hefur lengi gefið ferðamönnum góð ráð um eitt og annað varðandi ferðalög.

Á þessu ári beinir síðan sjónum sínum að ferðamannastöðum sem eiga í vök að verjast vegna eigin vinsælda.

Þeir ferðamenn, sem ákveða að heimsækja þessa staði þrátt fyrir ráðleggingar Fodor´s Travel, ættu að búa sig undir eitt og annað. Þar má nefna endalausar raðir, rusl í náttúrunni og himinhátt verð á veitingastöðum.

Meðal áfangastaðanna á listanum eru Kanaríeyjar, Mallorca, Barcelona og Feneyjar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reiði eftir að blásið var til söfnunar fyrir morðingja

Reiði eftir að blásið var til söfnunar fyrir morðingja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjölskylduharmleikur á sveitasetri – Brostannlæknirinn myrti eiginkonu og dóttur áður en hann tók eigið líf

Fjölskylduharmleikur á sveitasetri – Brostannlæknirinn myrti eiginkonu og dóttur áður en hann tók eigið líf