fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Pressan
Föstudaginn 3. janúar 2025 09:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem sat undir stýri þegar Tesla Cybertruck-bifreið sprakk í loft upp fyrir utan Trump International-hótelið í Las Vegas á nýársdag var nýskilinn við konuna sína. Lögregla hefur nú staðfest að maðurinn, hinn 37 ára gamli Matthew Livelsberger, skaut sig í bílnum áður en hann sprakk í loft upp. Nokkrir aðrir slösuðust í sprengingunni.

New York Post greinir frá því að Matthew hafi farið frá heimili sínu í Colorado Springs á öðrum degi jóla eftir að hafa rifist heiftarlega við eiginkonu sína vegna meints framhjáhalds hans. Þau áttu unga dóttur saman og er konan hans sögð hafa komist að framhjáhaldinu.

Eftir að hann yfirgaf Colorado er hann sagður hafa leigt Cybertruck-bifreiðina í gegnum appið Turo og haldið til Las Vegas. Þar lagði hann bifreiðinni fyrir framan Trump-hótelið og  virkjaði sprengjur sem hann hafði útbúið áður en hann skaut sig.

Í fyrstu lék grunur á að málið tengdist voðaverkinu í New Orleans þar sem hryðjuverkamaður sem var hallur undir ISIS-samtökin ók á fjölda vegfarenda og hóf skothríð. Útilokar lögregla ekki að um persónulegan harmleik hafi verið að ræða.

Í frétt New York Post kemur fram að einnig hafi verið skoðað hvort tilviljun hafi ráðið því að hann valdi hótel í eigu Donalds Trump og bifreið sem framleidd er af dyggum stuðningsmanni hans, Elon Musk.

Fram kemur í umfjöllun Post að hann hafi þó verið stuðningsmaður Trumps.

Þá hefur lögregla sagt að hefði Matthew notað aðra bifreið en Cybertruck hefði tjónið líklega orðið meira. Elon Musk, stofnandi Tesla, sagði á X að Cybertruck-bifreiðin hefði dregið úr krafti sprengingarinnar og beint henni upp en ekki til hliðar. Sjö einstaklingar sem voru skammt frá bifreiðinni hlutu minniháttar meiðsl.

Matthew var bandarískur hermaður og gegndi meðal annars herþjónustu í Afganistan á árunum 2017 til 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?