fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Pressan

Lögregla kölluð til eftir að óhugnanleg skilaboð sáust á Google Earth

Pressan
Miðvikudaginn 29. janúar 2025 11:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld í Los Angeles voru kölluð til eftir að óhugnanlegar myndir frá Google Earth fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum á dögunum.

Google Earth gerir hverjum sem er kleift að skoða loftmyndir af nánast öllum heiminum og þegar fundvís netverji rak augun í merkingar á gömlu iðnaðarsvæði óttuðust margir að þar hefðu mögulega skelfilegir hlutir átt sér stað.

Búið var að raða orðum eins og „HELP“ „TRAFICO“ „FBI“ OG „L-A-P-D“ saman úr gömlu byggingarefni og töldu einhverjir að hugsanleg mansalsfórnarlömb væru á svæðinu. Myndir af þessu fóru í dreifingu og varð það að lokum til þess að lögreglan í Los Angeles sá sig knúna til að senda frá sér yfirlýsingu eftir að hafa skoðað málið.

Í yfirlýsingu á X sagði fulltrúi lögreglu að engin sönnunargögn um mansal hefðu fundist á svæðinu og ekkert grunsamlegt. Telur lögregla að heimilislaus einstaklingur, sem vitað er að dvalið hefur á svæðinu, hafi myndað orðin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali