fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Pressan

Skotinn til bana nokkrum dögum eftir að hafa verið náðaður af Trump

Pressan
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 08:43

Matthew var í þinghúsinu í 16 mínútur á sínum tíma og hlaut dóm fyrir það.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matthew Huttle, 42 ára Bandaríkjamaður sem hlaut dóm fyrir aðild sína að óeirðunum við bandaríska þinghúsið árið 2021, var skotinn til bana af lögreglu á sunnudag.

Matthew hafði aðeins örfáum dögum áður verið náðaður af Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hlaut Matthew sex mánaða dóm fyrir aðild sína að óeirðunum en hann var í hópi þeirra sem fóru í óleyfi inn í þinghúsið hvar hann var í 16 mínútur.

CNN segir frá því að Matthew  hafi verið stöðvaður af lögreglu Jasper County í Indiana á sunnudag fyrir óljósar sakir. Hann er sagður hafa streist á móti þegar lögreglumaður hugðist handtaka hann og endaði það þannig að hann var skotinn til bana af lögreglu.

Matthew var vopnaður skammbyssu þegar atvikið átti sér stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Enn eitt áfallið í Alheimsfegurð – Keppandi féll af sviði og flutt á sjúkrahús

Enn eitt áfallið í Alheimsfegurð – Keppandi féll af sviði og flutt á sjúkrahús
Pressan
Fyrir 3 dögum

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 5 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“