fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Skelfing í afskekktu héraði – 17 látnir af völdum dularfullra veikinda

Pressan
Fimmtudaginn 23. janúar 2025 04:30

Frá Indlandi. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dularfullur sjúkdómur hefur orðið 17 manns, úr þremur fjölskyldum, að bana í afskekktu indversku þorpi í Kasmír.

Fólkið bjó allt í þorpinu Budhal í Rajouri héraðinu. The Independent segir að þorpsbúar séu skelfingu lostnir og óttast þeir mjög hvert framhaldið verður. Sérfræðingar hafa verið sendir á vettvang til að rannsaka málið.

Á sunnudaginn lést Yasmeen Kousar, 16 ára, af völdum þessa dularfulla sjúkdóms. Þar með hefur faðir hans, Mohammad Aslam, misst öll sex börn sín af völdum sjúkdómsins auk tveggja ættingja.

Eins og áður sagði, þá eru þorpsbúar skelfingu lostnir og eru hættir að hittast og sumir neita að borða mat sem er ekki eldaður heima hjá þeim.

Sérfræðingateymi kom til þorpsins á sunnudaginn og leggur innanríkisráðuneytið mikla áherslu á að niðurstaða rannsóknarinnar liggi fyrir eins fljótt og unnt er.

Lögreglan hefur sett sérstak rannsóknarteymi á laggirnar til að skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað.

Sjúkdómseinkennin eru hiti, magaverkir, uppköst og meðvitundarleysi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri