fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Tóku mann af lífi sem var með 35 mannslíf á samviskunni

Pressan
Mánudaginn 20. janúar 2025 17:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem ók bifreið sinni á hóp fólks í nóvember síðastliðnum með þeim afleiðingum að 35 létust hefur verið tekinn af lífi í Kína.

Maðurinn, hinn 62 ára gamli Fan Weiqiu, var dæmdur til dauða í borginni Zhuhai þar sem árásin var framin. Var dómnum fullnustað aðeins þremur vikum eftir að hann féll.

CNN greinir frá því að Fan hafi játað sök í málinu, en hann er sagður hafa verið langt niðri í kjölfar skilnaðar við eiginkonu sína þegar hann framdi voðaverkið.

Í frétt CNN er bent á að glæpum af þessu tagi, þar sem spjótum er beint að saklausum borgurum, hafi fjölgað í Kína að undanförnu.

Nokkrir dagar eru síðan annar maður, rúmlega tvítugur, var tekinn af lífi í borginni Wuxi fyrir að stinga átta manns til bana í nóvembermánuði. Sá er sagður hafa misst stjórn á sér eftir að hafa fallið á prófi og misst af mikilvægum skólastyrk í kjölfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?