fbpx
Fimmtudagur 15.janúar 2026
Pressan

Vara fólk við að borða jólatré

Pressan
Mánudaginn 13. janúar 2025 06:30

Það á ekki að borða þau.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Belgíska matvælastofnunin hefur sent út aðvörun til landsmanna þar sem þeir eru varaðir við að borða jólatrén sem þeir henda nú að jólunum loknum. Aðvörunin var send út í kjölfar þess að borgarstjórnin í Ghent hvatti borgarbúa til að draga úr magni sorps með því að elda jólatrén og borða þau.

Borgarstjórnin hratt herferð af stað fyrir rúmri viku þar sem fólk er hvatt til að borða jólatrén í stað þess að henda þeim. Meðal annars var stungið upp á að fólk borði barrið með því að búa til smjör með bragði úr því. „Með þessu verður jólatréð þitt ekki 100% rusl,“ sagði á vefsíðu borgarinnar.

Þar sagði einnig að innblásturinn að uppskriftinni sé sóttur til Skandinavíu.

Matvælastofnuninni hryllir greinilega við þessari herferð borgaryfirvaldanna og bendir á að þetta sé ekki örugg leið til að endurvinna jólatré og að það sé ekki hægt að tryggja að það að borða jólatré sé öruggt, hvorki fyrir fólk né dýr.

Í kjölfarið sendu borgaryfirvöld frá sér yfirlýsingu þar sem segir að hafa þurfi í huga að ekki séu öll jólatré æt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hvarf sporlaust – Myrti eiginmaðurinn hana og faldi líkið á fjölskyldubýlinu?

Hún hvarf sporlaust – Myrti eiginmaðurinn hana og faldi líkið á fjölskyldubýlinu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann ástina að nýju á öldrunarheimilinu

Fann ástina að nýju á öldrunarheimilinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að byrla eiginkonu sinni blásýru

Sakaður um að byrla eiginkonu sinni blásýru
Pressan
Fyrir 4 dögum

17 ára stúlka myrti ömmu sína

17 ára stúlka myrti ömmu sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Björninn hefur loksins yfirgefið bygginguna – Þökk sé óvenjulegri aðferð

Björninn hefur loksins yfirgefið bygginguna – Þökk sé óvenjulegri aðferð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingmaður segir ráðherrann ljúga og gera það illa – „Kristi Noem er hálfviti“

Þingmaður segir ráðherrann ljúga og gera það illa – „Kristi Noem er hálfviti“