fbpx
Sunnudagur 28.september 2025
Pressan

Martraðarbakteríur sækja í sig veðrið – Sérfræðingar vara við alvarlegri ógn

Pressan
Sunnudaginn 28. september 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýkingartíðni af völdum sýklalyfjaónæmra baktería, sem stundum eru kallaðar „martraðarbakteríur“ jókst um nær 70% á árunum 2019 til 2023, samkvæmt nýrri skýrslu vísindamanna hjá bandarísku Sóttvarnarstofnuninni (CDC).

AP-fréttaveitan greinir frá þessu.

Í fréttinni kemur fram að meginástæða aukningarinnar séu bakteríur sem bera hið svokallaða NDM-gen. Slíkar sýkingar geta verið afar erfiðar viðureignir og virka aðeins tvö sýklalyf gegn þeim – bæði lyfin eru þó dýr og aðeins gefin í æð.

Í umfjöllun AP kemur fram að þar til fyrir nokkrum árum hafi þessar bakteríur verið taldar „framandi“ og tengdust þær einkum sjúklingum sem höfðu fengið læknismeðferð utan Bandaríkjanna.

Ný gögn sýna þó að tilfellum í Bandaríkjunum hefur fjölgað meira en fimmfalt á örfáum árum. „Vöxtur NDM-baktería í Bandaríkjunum er mjög alvarleg ógn og mikið áhyggjuefni,“ hefur AP-fréttaveitan eftir David Weiss, smitsjúkdómafræðingi við Emory-háskólann.

Sérfræðingar CDC telja líklegt að margir beri bakteríurnar óafvitandi, sem geti stuðlað að útbreiðslu í samfélaginu. Þetta geti haft áhrif á hversdagslegar sýkingar sem hingað til hafa þótt auðveldar í meðferð, svo sem þvagfærasýkingar, sem nú gætu orðið þrálátar og endurteknar.

Í umfjöllun AP kemur fram að lyfjaónæmi myndist þegar örverur – til dæmis bakteríur – þróa hæfni til að standast lyfin sem ætlað er að drepa þær. Röng eða ófullkomin notkun sýklalyfja hefur verið stór þáttur í þróun ónæmis, þar sem bakteríur sem ekki tekst að drepa verða harðgerari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

„Martraðarbakteríur“ sækja í sig veðrið í Bandaríkjunum

„Martraðarbakteríur“ sækja í sig veðrið í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bókaði sér líknardráp svo hann gæti notið lífsins – „Ég hef aldrei óttast dauðann. Ég óttast að hafa engin lífsgæði“

Bókaði sér líknardráp svo hann gæti notið lífsins – „Ég hef aldrei óttast dauðann. Ég óttast að hafa engin lífsgæði“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Opnar sig um fóstureyðingu, hvernig Elvis „þvingaði“ sig upp á hana og hvers vegna hún treysti aldrei Michael Jackson

Opnar sig um fóstureyðingu, hvernig Elvis „þvingaði“ sig upp á hana og hvers vegna hún treysti aldrei Michael Jackson
Pressan
Fyrir 6 dögum

Réttarhöld í einu elsta óupplýsta morðmáli Frakklands hófust í dag – „Kraftaverk að við séum komin hingað“

Réttarhöld í einu elsta óupplýsta morðmáli Frakklands hófust í dag – „Kraftaverk að við séum komin hingað“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?