fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Pressan

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“

Pressan
Miðvikudaginn 13. ágúst 2025 03:55

Mynd úr safni. Mynd:BBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staðan er víða slæm í Suður-Evrópu þessa dagana vegna mikilla hita. Hitinn hefur farið upp fyrir 44 gráður og í Frakklandi, Ítalíu og Spáni hafa yfirvöld sent út viðvaranir vegna mikilla hita. Nokkrir hafa nú þegar látist af völdum hitans.

The Guardian segir að margir hafi verið lagðir inn á sjúkrahús eftir að hafa fengið hitaslag. Skólar eru lokaðir og á mörgum vinnustöðum hefur vinnutímanum verið breytt til að vernda starfsfólkið.

Fjögurra ára drengur lést á Sardiníu af völdum hita. Í Frakklandi hafa eldar kviknað og þúsundir hektara gróðurs hafa brunnið. Segja yfirvöld þetta vera verstu gróðureldana síðan 1949. Einn er látinn og 25, þar af 20 slökkviliðsmenn, hafa slasast alvarlega.

Spánverjar berjast einnig við elda. Á sjöunda þúsund manns hafa verið flutt frá heimilum sínum eða hafa neyðst til að flýja og eldarnir ógna Las Médulas-svæðinu sem er á heimsminjaskrá UNESCO að sögn B.T.

Cristina Santín Nuno, hjá spænska rannsóknarráðinu, segir stöðuna mjög slæma: „Eins og staðan er núna, erum við með allt það sem þarf í mólótovkokteil. Einn neisti getur kveikt mikinn eld.“

Hún segir einnig að þar sem vorið hafi verið mjög blautt hafi gróðurinn sprottið vel á ökrum og í skógum en nú sé allt þurrt eins og púður. Í blöndu við mikinn hita og sterkan vind, sé hættan mikil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi
Pressan
Í gær

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu
Pressan
Í gær

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Var klámfíkill – „Þegar ég stundaði kynlíf með kærustunni sá ég klámmyndir fyrir mér í höfðinu“

Var klámfíkill – „Þegar ég stundaði kynlíf með kærustunni sá ég klámmyndir fyrir mér í höfðinu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óskarsverðlaunaleikkonan fékk boð um stefnumót frá Trump daginn sem hún skildi við eiginmann sinn

Óskarsverðlaunaleikkonan fékk boð um stefnumót frá Trump daginn sem hún skildi við eiginmann sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum