Bandaríski rapparinn Lil Tay lætur sér ekki duga að gefa út tónlist því á 18 ára afmælisdaginn hennar, sem var í síðustu viku, byrjaði hún að selja myndir af sér á OnlyFans. Óhætt er að segja að mikil eftirspurn hafi verið eftir myndum af henni því á fyrstu þremur klukkustundunum þénaði hún sem svarar til 140 milljóna íslenskra króna. Hún mun því væntanlega eiga fyrir salti í grautinn næstu vikurnar.
Tay skýrði sjálf frá þessu á samfélagsmiðlinum X og birti mynd af því sem hún segir vera tekjuyfirlitið frá OnlyFans fyrir fyrstu þrjár klukkustundirnar á miðlinum.
„Ekki slæmt á þremur klukkustundum. Við rústuðum OnlyFans metinu,“ skrifaði hún.
