fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Pressan

Var klámfíkill – „Þegar ég stundaði kynlíf með kærustunni sá ég klámmyndir fyrir mér í höfðinu“

Pressan
Sunnudaginn 10. ágúst 2025 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að hann var 18 ára tók klám mikið pláss í daglegu lífi Frederik, sem nú er 35 ára. Þetta hafði áhrif á þátttöku hans á vinnumarkið og eyðilagði mörg ástarsambönd.

„Ég hafði ekki orku til að stunda eitthvað líkamlegt með unnustu minni eftir að ég hafði fróað mér þrisvar á einum degi.“

Sagði hann í samtali við B.T. sem fjallaði nýlega um hann og klámnotkun hans. Frederik var heltekinn af klámi. Hann varð að sjá klám daglega. Ef hann var einn heima gat þetta endað með klámáhorfi og sjálfsfróun í sjö klukkustundir.

Í upphafi vissi unnusta hans að hann horfði öðru hvoru á klám en síðan áttaði hún sig á að þetta var miklu umfangsmeira en það og þá sleit hún sambandinu.

Hún setti honum síðan skilyrði fyrir áframhaldandi sambandi þeirra. Hann varð að hætta að horfa á klám. Hann lofað öllu fögru en eftir nokkra mánuði var allt komið í sama gamla farið og Frederik fjarlægðist unnustu sína líkamlega og andlega.

„Hugur minn var ekki í sambandinu. Hugsanir mínar voru aðeins í kláminu.“

Sagði Frederik.

„Þegar ég hafði stundað kynlíf með henni hafði ég séð klámmynd fyrir mér í höfðinu á meðan.“

Sagði hann og segist fullviss um að hún hafi vitað að hann var ekki til staðar af heilum hug.

Þetta endaði með að unnustan yfirgaf hann. Klámnotkunin hélt áfram og Frederik dró sig sífellt meira í hlé frá umheiminum, hann hætti að hitta vini síni og skelin sem hann dró sig inn í varð sífellt þykkari og harðari.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennari missir starfsleyfið eftir skilaboðaspjall við 15 ára nemanda

Kennari missir starfsleyfið eftir skilaboðaspjall við 15 ára nemanda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrír handteknir á Tenerife eftir þriggja mánaða rannsókn á skipulögðum þjófnaði

Þrír handteknir á Tenerife eftir þriggja mánaða rannsókn á skipulögðum þjófnaði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingmaður Repúblikana reynir að afsaka hakakross sem sást á skrifstofu hans á óheppilegum tíma

Þingmaður Repúblikana reynir að afsaka hakakross sem sást á skrifstofu hans á óheppilegum tíma
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“