fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Hávært rifrildi um borð eftir að „Karen“ tróðst fram fyrir- „Haltu kjafti!“

Pressan
Fimmtudaginn 10. júlí 2025 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í myndbandi sem deilt var á TikTok má sjá hávært rifrildi sem braust út meðal hóps flugfarþega þegar einn þeirra freistaði þess að sleppa röðinni og komast fyrst út úr vélinni. Olli athæfi hennar reiði annarra farþega og hávært rifrildi braust út.

Í myndbandinu má sjá konuna, sem mun vera lögfræðingur, fyrst æsa sig við flugþjón sem hafði rétt áður skammað hana fyrir að fylgja ekki réttum siðareglum við útgöngu.

„Þið eruð öll að væla að ástæðulausu,“ heyrist konan svara. „Standið bara upp þegar þið viljið, takið bara á þessu gott fólk, guð minn góður.“

„Bíddu eftir að fólkið fyrir framan þig er staðið upp og hefur yfirgefið vélina. Þannig gerum við þetta,“ sagði karlmaður við hana. Konan svaraði því einfaldlega með: „Haltu kjafti!“

@itsme_brianli“low iq human being” 💀

♬ original sound – datbrian

Í bakgrunninum má heyra barn gráta, um leið og einn farþegi byrjar að hrópa „Karen!Karen!“ sem er viðurnefni yfir miðaldra konur sem telja sig rétthærri en aðrir einstaklingar.

„Það eruð þið sem eruð Karen, af því þið eruð að gera læti út af þessu,“ segir konan sem gefur sig ekki þumlung í frekjunni.

Eftir að hafa sagt fyrri karlmanninum að halda kjafti, skammaðist konan síðan við annan karlmann sem skammaði hana fyrir að rífa kjaft auk þess að gera grín að framburði hans.

„Þú ert greinilega rasisti,“ heyrist einn karlmaður til viðbótar segja. 

Netverjar tjáðu sig við myndbandið og segja konuna hafa tekið dónaskap á hærra stig. 

„Guð minn góður, hún er með ljótan persónuleika,“ skrifaði einn. „Það er almenn kurteisi að fremstir fara fyrstir út,“ sagði annar.

Einhverjir komu konunni til varnar og sögðu að þegar kemur að rökræðum væri heimurinn greinilega hennar réttarsalur. „Mér fannst hún nokkuð góð. Hún hafði svar við öllu sem kastað var til hennar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali