fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 2. júlí 2025 20:30

Clint Eastwood

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýútkomin bók Shawn Levy, Clint: The Man and The Movies, sem fjallar um stórleikarann, leikstjórann og framleiðandann Clint Eastwood, fer yfir hjónabönd hans og fjölmörg ástarsambönd hans utan hjónabandanna. 

Í bókinni kemur fram að ástarsambönd hafi orðið vani hjá Eastwood og er hann sagður hafa sagt: „eins og maður þurfi að fá sér aðra sígarettu“.

Í bókinni safnar Levy saman tilvitnunum frá Eastwood, sem er orðinn 95 ára, og mörgum samtímamönnum hans til að varpa ljósi á hjónabönd hans við Maggie Johnson og Dinu Ruiz, og önnur langtímasambönd Eastwood, þar á meðal við Sondru Locke og Frances Fisher. 

„Samkvæmt mörgum frásögnum, þar á meðal Eastwood sjálfs, hagaði hann sér meira og minna eins og hann væri piparsveinn,“ skrifar Levy um fyrsta hjónaband Eastwood við Johnson, sem stóð frá 1953 til 1984.  Á þeim tíma átti hann í mörgum ástarsamböndum og er fullyrt í bókinni að Johnson hafi vitað af þeim. „Eitt sem Mag þurfti að læra um mig var að ég ætlaði að gera eins og mér sýndist,“ sagði Eastwood við Photoplay árið 1963. „Hún þurfti að sætta sig við það, því ef hún gerði það ekki, værum við ekki gift.“

Eastwood mun einnig hafa sagt: „Ég er sjálfstæður, flakkari, og Johnson samþykkir mig eins og ég er og njörvar mig ekki með kvenlegri eignarhaldsþrá.“ 

Í ævisögu Eastwood, sem kom út árið 1997 skrifuð af Richard Schickel með samþykki Eastwood viðurkenndi hann að mörg utanhjónabandssambönd hans „urðu bara… ég veit ekki… ávanabindandi… eins og maður þyrfti að fá sér aðra sígarettu.“ 

Eastwood og Johnson

Ástarsambönd Eastwood voru allt frá því að vera stutt yfir í að vera nógu náin til að barn kæmi undir. Árið 1964 þegar Eastwood var giftur Johnson eignaðist hann aðra dóttur sína, Kimber Lynn, með áhættuleikkonunni Roxanne Tunis.

Það er óljóst hvort Johnson vissi af því framhjáhaldi, en í bókinni Clint Eastwood: A Biography sagði vinur hjónanna, Fritz Manes, að Johnson hefði einu sinni spurt hvort hann héldi að eiginmaður hennar væri að „leika sér“. Manes viðurkenndi að hafa logið um framhjáhald Eastwood til að fullvissa hana og Johnson sagði að hún vildi helst ekki „dvelja við það“. Þegar Eastwood tjáði sig um hjónaband þeirra mörgum árum seinna í viðtali við Playboy sagði hann að hann teldi að Johnson væri „kona sem veit hversu mikið pláss ég þarfnast“.

Í nýju bókinni er fullyrt að Eastwood hafi valið konur á leiklistarnámskeiðum sínum, á stúdíólóðum þar sem hann vann,  í hverfinu og jafnvel í fjöleignarhúsi sem hann bjó í ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni.

Ævisagan lýsir einnig ástarsambandi Eastwood við Locke, sem hann valdi fyrir kvikmynd sína The Outlaw Josey Wales árið 1975. Í ævisögu sinni frá árinu 1997, The Good, the Bad, and the Very Ugly: A Hollywood Journey, fullyrti Locke að Eastwood hefði sagt að „ekkert raunverulegt samband væri eftir“ á milli hans og Johnsons.

Eftir að sambandi Eastwood og Locke lauk árið 1989 fullyrti hún í bók sinni að hún hefði farið í tvær fóstureyðingar og eggjaleiðarabindingu, þar sem Eastwood sagði henni að hann vildi ekki fleiri börn. Eastwood neitaði þó ásökununum. „Fyndið hvernig mér datt aldrei í hug að biðja hann um aðgerð,“ skrifaði hún.

Eastwood og Locke

Í einu viðtali sem Eastwood gaf fyrir nýju bókina var fjallað um kvöld þar sem hann skemmti sér konunglega með djassgoðsögninni Miles Davis. Eftir einn af tónleikum Davis sagði Eastwood: „Hann kom til hans og sagði: ,Förum út og náum í nokkrar tíkur‘ … Svo fórum við út og skelltum okkur í það.“

Bókin rifjar einnig upp viðtal People árið 1986 við Mamie Van Doren, bekkjarsystur Eastwood við Universal Talent School (UTS). Segir hún að Eastwood„var alltaf hreinskilinn og beinskeyttur. Hann vissi alltaf beinu og beinskeyttustu leiðina að búningsklefanum mínum.“

Talinn hafa eignast fjölda barna, en aðeins viðurkennt átta

Eastwood á átta börn með sex konum, sem hann hefur viðurkennt. Margoft hefur verið fjallað um hann eigi mun fleiri og hann hafi eignast það fyrsta meðan hann var í menntaskóla. 

Hann gaf giftur Johnson frá 1953 til 1984. Á þeim tíma eignaðist hann dótturina Laurie árið 1954 með ónafngreindri konu. Árin 1959 til 1973 var Eastwood í samband með Roxanne Tunis og eignuðust þau dótturina Kimber árið 1964.  Eastwood og Johnson eignuðust soninn Kyle árið 1968 og dótturina Alison árið 1972.

Árið 1975 byrjaði Eastwood að búa með Söndru Locke, enn giftur Johnson og Locke var einnig gift. Eastwood og Locke slitu sambandinu árið 1989.

Eastwood eignaðist soninn Scott árið 1986 og dótturina Kathryn árið 1988 með flugfreyjunni Jacelyn Reeves. Eastwood átti í ástarsambandi við leikkonuna Frances Fisher í upphafi tíunda áratugarins og eignuðust þau dótturina Francescu árið 1993.

Árið 1996 gifti Eastwood sig í annað sinn, fjölmiðlakonunni Dina Ruiz, og fæddist dóttir þeirra Morgan sama ár. Hjónabandið entist til ársins 2014.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna