fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Pressan

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Pressan
Þriðjudaginn 1. júlí 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið varasamt að vera of duglegur að henda hlutum í ruslið eins og Pamela Howard-Thornton í Kentucky komst að nýlega.

Fyrst dreymdi hana að hún hefði unnið stóra vinninginn í lottó. Daginn eftir fór hún því í Speedway-verslun með það í huga að kaupa svokallaða Flamingo Bingómiða. Henni snerist þó hugur og keypti annan miða sem hún vann 200 dali á. Hún fór síðan heim en hélt áfram að segja við sjálfa sig:  „Farðu og náðu í þennan miða.“ 

Síðar sama dag fór Howard-Thornton því aftur í verslunina og notaði fyrri vinning sinn til að kaupa fjóra Flamingo Bingómiða, þar sem aðalvinningurinn var 80 þúsund dalir eða tæpar 10 milljónir króna.

„Þeir lágu á borðinu allan daginn,“ sagði hún við lottóið eins og kom fram í fréttatilkynningu. „Ég steingleymdi þeim þar til rétt fyrir miðnætti þegar ég ákvað að skafa miðana. Fyrstu þrír voru ekki með vinningi svo ég henti þeim í ruslið. Þá hugsaði ég með mér: „Hvar er fjórði miðinn minn?“ Ég leit í ruslið og hugsaði með mér: „Ó, guð minn góður, ég hef hent honum.““

Sá miði færði henni stóra vinninginn, en hún segist hafa efast þar til hún gat staðfest vinninginn í appi lottóins. Þá byrjaði hún að gráta og öskra.

„Ég hringdi strax í dóttur mína og mömmu,“ sagði Howard-Thornton við lottóið. „Mamma hefur alltaf sagt að hún myndi gefa hvað sem er ef hún gæti bara séð mig vinna stóran vinning áður en hún vinnur eitthvað. Þegar ég hringdi í hana kvöldið sem ég vann var hún svo þakklát og glöð fyrir mína hönd.“

Howard-Thornton fékk 57.600 dali eftir skatta. Með vinningnum sínum sagðist hún ætla að kaupa nýjan bíl og deila hluta af honum með mömmu sinni.

Pamela Howard-Thornton
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað
Pressan
Í gær

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar