fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Pressan

Þýska lögreglan fer fram á nýja leit að líki Madeleine McCann

Pressan
Mánudaginn 2. júní 2025 13:54

Síðasta myndin sem tekin var af Maddie.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld í Þýskalandi eru sögð hafa farið fram á nýja leit að líkamsleifum hinnar bresku Madeleine McCann sem saknað hefur verið síðan þann 3. maí 2007.

Munu aðgerðirnar hefjast á morgun og fara fram á svæði á milli Praia da Luz í Portúgal og húss þar sem hinn grunaði í málinu, Christian Brueckner, dvaldi á.

Madeleine var aðeins þriggja ára þegar hún hvarf en lengi hefur verið talið að Christian hafi numið hana á brott og orðið henni að bana. Hefur lögregla tilkynnt að hún gangi út frá því að Madeleine hafi verið myrt.

Heimildarmaður portúgölsku lögreglunnar sem Mail Online ræddi við staðfesti að aðgerðirnar myndu hefjast á morgun. „Það verður aðeins leitað á landi og markmiðið er að kanna hvort einhver merki finnist um lík hennar,“ segir hann.

Gengið er út frá því að leitað verði í þrjá daga og verður um samstarfsverkefni portúgölsku og þýsku lögreglunnar að ræða.

Tvö ár eru síðan síðast var ráðist í viðlíka aðgerðir í Portúgal en þá beindist leitin að öðru svæði. Lögregla fann ekkert við þá leit, ekki frekar en þegar breska lögreglan leitaði á svæðinu árið 2014.

Christian Brueckner er í fangelsi í Þýskalandi þar sem hann afplánar sjö ára dóm fyrir nauðgun. Að óbreyttu líkur hann afplánun þess dóms í september næstkomandi og er þýska lögreglan í kapphlaupi við tímann að finna eitthvað sem tengir hann beint við hvarfið á Madeleine.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn segir meiri ógn stafa af OnlyFans en múslimum

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn segir meiri ógn stafa af OnlyFans en múslimum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir fann dóttur sína sem var rænt á jóladag

Faðir fann dóttur sína sem var rænt á jóladag
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Við buðum manni inn á heimili okkar á jólum og hann fór ekki næstu 45 ár“

„Við buðum manni inn á heimili okkar á jólum og hann fór ekki næstu 45 ár“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Varpa ljósi á óhugnanlegan spádóm Nostradamusar fyrir árið 2026

Varpa ljósi á óhugnanlegan spádóm Nostradamusar fyrir árið 2026
Pressan
Fyrir 1 viku

Russell Brand bregst við nýjum ásökunum um kynferðisofbeldi í myndbandi

Russell Brand bregst við nýjum ásökunum um kynferðisofbeldi í myndbandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda