fbpx
Laugardagur 11.október 2025
Pressan

Vísindamenn vara við – „Uppvakningaeldfjall“ sýnir lífsmerki eftir 250.000 ára svefn

Pressan
Laugardaginn 31. maí 2025 13:30

Mynd úr safni. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að hafa sofið vært í rúmlega 250.000 ár er eldfjallið Uturuncu, sem er í suðurhluta Bólivíu, farið að bæra á sér. Þetta eru auðvitað töluverð tíðindi því eldfjallið hefur ekki bært á sér síðan Homo sapiens náði fyrir alvöru fótfestu.

Vísindamenn hafa fylgst vel með eldfjallinu síðan á tíunda áratugnum og fyrir liggur að þar á landris sér stað. Miðja fjallsins hefur hækkað en svæðin í kring hafa lækkað. Þetta er óeðlilegt og getur reynst hættulegt.

Samkvæmt niðurstöðu nýrrar rannsóknar, þá hafa vísindamenn komist að því að þessa aflögun eldfjallsins megi rekja til gríðarstórs kvikuhafs sem ýtir heitum vökvum og lofttegundum upp að yfirborðinu. Þetta er ekki eitthvað sem á sér stað daglega og alls ekki eitthvað sem hægt er að hunsa.

Vísindamennirnir leggja áherslu á að ekkert bendi til að eldgos sé yfirvofandi en benda um leið á að það sé ekki bara friður og ró því þegar „dautt“ eldfjall fer að sýna lífsmerki, breytist skilgreiningin á „öruggt“ út frá jarðfræðilegu sjónarmiði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrollvekjandi skilaboð eltihrellis sem segist vera Madeleine McCann opinberuð – „Kæra mamma“

Hrollvekjandi skilaboð eltihrellis sem segist vera Madeleine McCann opinberuð – „Kæra mamma“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Billjónamæringur afneitar syni sínum með köldum skilaboðum

Billjónamæringur afneitar syni sínum með köldum skilaboðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump lætur Gretu Thunberg heyra það: „Hún ætti að fara til læknis“

Trump lætur Gretu Thunberg heyra það: „Hún ætti að fara til læknis“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martröð í tvö ár: Hefur ekki hugmynd um hvort sonur hennar sé lífs eða liðinn

Martröð í tvö ár: Hefur ekki hugmynd um hvort sonur hennar sé lífs eða liðinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nauðgari þóttist hafa framið sjálfsvíg

Nauðgari þóttist hafa framið sjálfsvíg
Pressan
Fyrir 6 dögum

Bláflibbabylting í Bandaríkjunum – Unga fólkið sér ekki tilgang með háskólanámi

Bláflibbabylting í Bandaríkjunum – Unga fólkið sér ekki tilgang með háskólanámi