fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Áhrifavaldur í vanda eftir að 70 manns fengu ónæmisviðbrögð af heimagerðri hárolíu hans

Pressan
Mánudaginn 26. maí 2025 06:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mars bauð Amandeep Singh, sem er indverskur áhrifavaldur með um 85.000 fylgjendur, upp óheimila hármeðferð í einhverskonar meðferðarbúðum sem hann setti upp í borginni Sangrur.

Hann notaði heimagerða hárolíu sem á að hans sögn að geta læknað skalla. Hann bar olíuna á þá sem sóttu þessar meðferðarbúðir hans. En 71 af þeim, sem fengu þessa olíu á höfuðið, fengu heiftarleg ónæmisviðbrögð sem ollu augnsýkingu.

Amandeep sagði viðskiptavinum sínum að skola olíuna úr hárinu eftir 10-15 mínútur. Eftir það fékk fólkið brunatilfinningu í augun og varð rautt og bólgið í framan að sögn The Times of India.

Fólkið greiddi sem nemur um 1.500 krónum fyrir skammtinn.

Læknar segja að ef olían hefði komist í hornhimnuna, hefði fólkið misst sjónina.

Amandeep er í haldi lögreglunnar og dómstólar hafa hafnað kröfu hans um lausn gegn greiðslu tryggingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali