En gúrkur eru mjög viðkvæmar þegar kemur að geymslu þeirra og ef þær eru ekki geymdar á réttan hátt, verða þær hratt mjúkar og glata áferðinni og bragði. Það er því mikilvægt að geyma þær á réttan hátt til að varðveita ferskleika þeirra og gæði.
Express segir að sérfræðingar hjá Mill Food Recycler segi að gúrkur geti haldist ferskar í allt að viku ef þær eru geymdar saman með skeið! Já þú last rétt, bara venjulegri matarskeið.
Sérfræðingarnir mæla með því að gúrkan sé tekin úr umbúðunum og síðan þvegin og þurrkuð. Með því lengist geymsluþol hennar.
Þeir segja að óháð því hvernig fólk geymir gúrkurnar sínar, þá eigi alltaf að byrja á að þvo þær og þurrka þegar heim er komið. Bakteríur á yfirborði grænmetis og ávaxta ýtir undir rotnun og því er góður þvottur undir rennandi vatni fyrsta skrefið til að halda gúrkunum ferskum.
Sérfræðingarnir mæla með því að gúrkunum sé pakkað inn í eldhúspappír og síðan settar í plastpoka, ziplock-poka. Þetta hjálpar til við að sjúga raka úr þeim og kemur í veg fyrir að raki myndist á gúrkunum. Áður en þær eru settar í ísskápinn er gott að setja skeið í pokann.
Ástæðan er að skeiðin hjálpar til við að halda hitastiginu í pokanum stöðugu þegar ísskápurinn er opnaður hvað eftir annað yfir daginn.
Sérfræðingarnir mæla einnig með að gúrkur séu geymdar í efstu hillunni frekar en í grænmetisskúffunni.