fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Pressan

Tveir Svíar mættust á göngum Evrópuþingsins – Ber ekki saman um hvað gerðist næst

Pressan
Fimmtudaginn 22. maí 2025 22:19

Alice Teodorescu Måwe þingkona á Evrópuþinginu er önnur þeirra Svía sem lentu í átökum í byggingu þingsins í Brussel. Hún segist þolandi í málinu en hinn Svíinn sakar hana um árás. Mynd: Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt logar í sænskum stjórnmálum vegna ásakana sem ganga á víxl milli Alice Teodorescu Måwe þingkonu Kristilegra Demókrata á Evrópuþinginu og ónefnds starfsmanns Vinstriflokksins á þinginu. Saka starfsmaðurinn, sem óljóst er af hvaða kyni er, og þingmaðurinn hvort annað um að hafa ráðist á hitt á göngum byggingar Evrópuþingsins í Brussel. Vinstriflokkurinn hefur lagt fram kæru á hendur Teodorescu Måwe en talsmaður Evrópuþingsins og flokkur hennar segja hins vegar að hún sé þolandinn í málinu.

Í umfjöllun sænska ríkissjónvarpsins kemur fram að skrifstofustjóri skrifstofu Vinstriflokksins í Evrópuþinginu, Marie Antman, hafi sagt að í gærmorgun hafi starfsmaðurinn komið inn á skrifstofuna með áverka sem í ljós hafi komið að hafi verið af völdum þingkonunnar og löndu þeirra Alice Teodorescu Måwe. Antman vildi ekki lýsa atburðarásinni nánar en sagði atvikið óásættanlegt.

Flokkur þingkonunnar, Kristilegir demókratar, segir hins vegar að það hafi þvert á móti verið starfsmaður Vinstriflokksins sem hafi ráðist á hana. Viðkomandi hafi verið að taka myndir af Teodorescu Måwe og þegar þingkonan hafi beðið um skýringar hafi svarið verið að ætlunin væri að sýna hversu hræðileg manneskja hún væri. Teodorescu Måwe hafi þá farið að taka myndir af starfsmanninum og spurt hvort hann sætti sig við að svarað væri í sömu mynt. Starfsmaðurinn hafi þá gerst árásargjarn og reynt að rífa síma þingkonunnar úr hendi hennar.

Kærir á móti

Ekki varð af frekari átökum á milli Svíanna tveggja þar sem öryggisverðir voru fljótir á vettvang. Teodorescu Måwe tilkynnti atvikið til öryggisdeildar Evrópuþingsins og ætlaði sér sjálf að leggja fram kæru til lögreglu. Ebba Busch leiðtogi Kristilegra demókrata hélt þegar til Brussel til fundar við flokkssystur sína.

Busch sagði við SVT að í sínum huga sneri málið að spurningum um öryggi allra en ekki síst þingmanna. Það væri óásættanlegt að þingmenn ættu á hættu að verða fyrir árásargjörnum og hatursfullum tilburðum starfsmanna, í viðkomandi þingi, sem snerust um pólitískar aðgerðir.

Talskona Evrópuþingsins tekur undir með Kristilegum demókrötum og segir að viðtöl við hlutaðeigandi og skoðun á upptökum úr öryggismyndavélum staðfesti að starfsmaður Vinstriflokksins hafi átt upptökin.

Forseti Evrópuþingsins Roberta Metsola hefur fordæmt atvikið.

Snerist um Ísrael og Palestínu

Í umfjöllun Aftonbladet kemur fram að Alice Teodorescu Måwe hafi nú tjáð sig um málið á samfélagsmuiðlum. Hún segist aldrei áður hafa hitt umræddan starfsmann Vinstriflokksins. Hún segir að árásin á hana hafi snúist um skoðanir hennar á málefnum Ísrael og Palestínu, en hún hefur ekki farið leynt með stuðning sinn við málstað Ísrael. Ráðist hafi verið á hana vegna hennar stöðu sem þingmanns og það sé árás á sjálft lýðræðið.

Aftonbladet greinir frá því að Vinstriflokkurinn samþykki ekki þá niðurstöðu starfsmanna Evrópuþingsins að starfsmaður flokksins beri alla ábyrgð á atvikinu og ætli sér að bíða þess hvað kemur út úr rannsókn lögreglunnar í Belgíu. Flokkurinn hefur kvartað formlega yfir því við Metsola að Evrópuþingið hafi alfarið tekið afstöðu með þingkonunni í málinu og segir starfsmanninn vera í áfalli yfir viðbrögðunum. Flokkurinn segir að þinginu sé ekki treystandi í málinu þar sem iðulega sé afstaða tekin með þingmönnum fremur en starfsmönnum óháð málavöxtum.

Teodorescu Måwe er að sögn Kristilegra demókrata afar brugðið og kaus að yfirgefa Brussel fljótlega eftir að atvikið átti sér stað og snúa aftur til Svíþjóðar. Var hún af þeim sökum ekki viðstödd atkvæðagreiðslu í Evrópuþinginu.

Einhver samskipti hafa átt sér stað milli flokkanna tveggja vegna málsins.

Fullorðnir

My Rohwedder stjórnmálaskýrandi Aftonbladet segir í skoðanagrein að slagsmál á milli fullorðins fólks séu óásættanleg hegðun. Meðan málavextir séu enn ekki fyllilega skýrir geti verið heppilegra að halda sig til hlés en það hafi flokkarnir ekki gert. Hún vísar til þess að annar sænskur þingmaður á Evrópuþinginu Tomas Tobé, sem tilheyrir öðrum hægriflokki Moderaterna, haldi því fram að aðför starfsmanns Vinstriflokksins að Teodorescu Måwe sé sprottin af gyðingahatri.

Ekki finnast upplýsingar í fljótu bragði um að Teodorescu Måwe sé Gyðingur. Hún er fædd í Rúmeníu en flutti til Svíþjóðar þegar hún var fimm ára. Hún hefur varað við því að aukin innflutningur fólks frá öðrum ríkjum Miðausturlanda en Ísrael til Svíþjóðar hafi aukið gyðingahatur þar í landi og hefur sagt að krafa ætti að vera um að þessi hópur fái ekki sænskan ríkisborgararétt nema að viðurkenna tilverurétt Ísrael.

My Rohwedder segir ljóst að sá aðili sem eigi meiri sök í málinu verði að víkja. Hún telur þó að Teodorescu Måwe hafi þegar tapað að hluta þar sem það sé nauðsynlegur hluti af því að vera þingmaður að halda ró sinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað þýðir „8647“ eiginlega? – Ekki það sem stuðningsfólk Trump segir

Hvað þýðir „8647“ eiginlega? – Ekki það sem stuðningsfólk Trump segir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er Elon Musk gleymdur og grafinn í huga Donald Trump? – „Hann er búinn að vera, hann er farinn“

Er Elon Musk gleymdur og grafinn í huga Donald Trump? – „Hann er búinn að vera, hann er farinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sprenging við frjósemisstöð var hryðjuverk – Einn lést

Sprenging við frjósemisstöð var hryðjuverk – Einn lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögðu hald á 1,2 tonn af kókaíni og 705 kg af metamfetamíni um borð í skipi

Lögðu hald á 1,2 tonn af kókaíni og 705 kg af metamfetamíni um borð í skipi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bara ein sturta á viku! – Þetta eru áhrifin á húðina

Bara ein sturta á viku! – Þetta eru áhrifin á húðina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru rottur að gera þér lífið leitt? Svona er hægt að hrekja þær úr garðinum

Eru rottur að gera þér lífið leitt? Svona er hægt að hrekja þær úr garðinum