fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Pressan

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)

Pressan
Sunnudaginn 11. maí 2025 21:30

Hún virðist eiga erfitt með að sofna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sefur þú í átta klukkustundir á hverri nóttu en finnur samt sem áður stöðugt fyrir þreytu? Það getur verið gild ástæða fyrir því og hér ætlum við að nefna fimm óvæntar ástæður fyrir því af hverju sumir eru alltaf þreyttir.

Það er ekki bara svefn sem hefur áhrif á hvort við erum þreytt. Til dæmis getur koffínneysla, líkamsrækt og afslöppun haft áhrif á daglega orkustig okkar.

Meðal þess sem getur gert að verkum að við finnum sífellt fyrir þreytu er:

Kaffidrykkja getur komið við sögu, það er að segja ef þú drekkur of mikið kaffi. Kaffi veitur okkur jú orku en ef við drekkum of mikið af því þá verður líkaminn háður því og þú munt sífellt auka neysluna og eiga sífellt erfiðara við að komast af án þess að fá kaffisopann þinn. Það er alveg óhætt að byrja daginn á kaffibolla en slepptu því á kvöldin ef þú vilt forðast síþreytu.

Það er mikilvægt að slaka vel á því ef við gerum það ekki þá getur líkaminn orðið þreyttur. Það er því mikilvægt að taka frá ákveðinn tíma á hverjum degi til þess eins að slaka á. Það þarf ekki að vera langur tími en að lágmarki nokkrar mínútur. Þær skaltu nota til að gera eitthvað sem fær þig til að kúpla alveg frá hinu daglega amstri.

Ef þú drekkur ekki nóg vatn finnur þú fyrir þreytu. Rannsóknir hafa sýnt að ofþornun gerir fólki erfiðara fyrir með að einbeita sér og hefur neikvæð áhrif á orkustig líkamans og veldur því að fólki finnst það þreytt. Mundu því að drekka nóg vatn yfir daginn til að koma í veg fyrir þreytu.

Þú hreyfir þig ekki nóg. Þótt það síðasta sem þú nennir að gera eftir erfiðan vinnudag sé að hreyfa þig, sérstaklega ef þú finnur stöðugt fyrir þreytu, þá hressir það þig við að hreyfa þig. Ef þú hreyfir þig reglulega eykst orkustig líkamans og þú finnur síður fyrir þreytu. Gott er að blanda saman æfingum sem fá púlsinn af stað og rólegri æfingum á borð við göngutúr.

Hugsaðu um hvað þú borðar. Það er mikilvægt að gæta vel að hvað maður innbyrðir til að forðast sífellda þreytu því matur hefur mikil áhrif á líðan okkar. Ef þú átt erfitt með að sofna eða finnur stöðugt fyrir þreytu skaltu skoða hvað þú borðar dags daglega til að sjá hvort þú færð nóg af vítamínum og steinefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Regluleg morgunstandpína getur lengt lífið um mörg ár

Regluleg morgunstandpína getur lengt lífið um mörg ár
Pressan
Í gær

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur féll í yfirlið í beinni útsendingu og fólk er brjálað yfir viðbrögðum fréttamannsins

Áhrifavaldur féll í yfirlið í beinni útsendingu og fólk er brjálað yfir viðbrögðum fréttamannsins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Í öndunarvél eftir slys í vinsælum leik – Lögregla hefur ítrekað varað við leiknum

Í öndunarvél eftir slys í vinsælum leik – Lögregla hefur ítrekað varað við leiknum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Reyna að fæla ferðamenn frá með hörðum aðgerðum

Reyna að fæla ferðamenn frá með hörðum aðgerðum