fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Þess vegna gleymir þú hvað þú ert að gera

Pressan
Laugardaginn 10. maí 2025 20:30

Skyldi hann hafa gleymt hvað hann var að gera? Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú stendur upp úr sófanum því þú ert með skýra áætlun. Þú ætlar að sækja eitthvað í annað herbergi. En um leið og þú gengur út um dyrnar, þá manstu ekki hvað þú ætlaðir að gera. Þú kannast eflaust við þetta, en hvað veldur þessu?

Þetta hafa vísindamenn að sjálfsögðu rannsakað og fundið skýringuna á þessu. Oddee segir að þetta sé kallað „dyra-áhrifin“. Þetta er vel þekkt sálfræðilegt fyrirbæri sem vísindamenn hafa rannsakað árum saman.

Í rannsókn bandarískra vísindamanna frá 2016 komust þeir að þeirri niðurstöðu að heilinn skipuleggi minningar í stuttum þáttum, eins og þættir í sjónvarpsþáttaröð. Í hvert sinn sem við upplifum líkamlegar breytingar í umhverfinu, til dæmis við að ganga inn í annað herbergi, tekur heilinn því sem eðlilegum „kaflalokum“ og byrjar á nýjum „þætti“. Þetta hefur þau áhrif að markmiðið með því að ganga inn í herbergið er oft geymt í „fyrri“  þættinum sem er horfinn af sjónarsviði heilans.

Rannsókn frá 2021 leiddi í ljós að minnistap af þessu tagi kemur sérstaklega fram þegar við förum á milli ólíks umhverfis, til dæmis úr stofunni út í garð eða þegar við verðum fyrir truflun við þessi skipti. Sem dæmi má taka að þú ert á leið í eldhúsið til að sækja vatnsglas en á leiðinni ert þú beðinn um að taka nasl með til baka. Þú kemur kannski aftur með naslið en án vatns.

Þá vaknar spurningin um hvernig maður geti sloppið við þetta andlega skammhlaup? Vísindamenn ráðleggja fólki að halda einbeitingunni eða skrifa fyrirliggjandi verkefni á höndina. En þetta er auðveldara sagt en gert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali