Sofia Lewicki, sálfræðingur, sagði í samtali við Clarin að setningar, sem virðast mjög saklausar, geti valdið óöryggi hjá börnum.
Hún tók sem dæmi þegar afi og amma leyfa barnabörnunum svolítið aukalega, til dæmis að horfa á teiknimynd seint að kvöldi eða að borða meira nammi en þau fá venjulega. Við slíkar aðstæður er ekki óalgengt að afa og ömmu detti í hug að segja: „Þetta er litla leyndarmálið okkar.“ En það þarf að fara varlega í þetta að sögn Lewicki.
Hún sagði að þessi setning, sem virðist mjög sakleysisleg, geti kennt börnunum að það sé í lagi að leyna hlutum og það geti verið skaðlegt.
Önnur setning, sem er ekki góð, er þegar afi og amma segja: „Mamma þín vill þetta ekki“ en leyfa samt það sem er verið að ræða um.
Þetta getur að sögn Lewicki grafið undan valdi foreldranna og ruglað barnið í ríminu því það getur fyllst efasemdum um hver setur reglurnar.
Hún lagði áherslu á að afi og amma eigi ekki endilega að fylgja reglum foreldranna algjörlega en það sé mikilvægt að virða þau mörk sem séu sett.