fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Pressan
Miðvikudaginn 7. maí 2025 09:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhorfandi á leik Pittsburgh Pirates og Chicago Cubs í bandarísku hafnaboltadeildinni má teljast heppinn að vera á lífi eftir að hafa lent í skelfilegu slysi meðan á leiknum stóð.

Í leik liðanna í síðustu viku var áhorfandinn, hinn tvítugi Kavan Markwood, að fagna stigi hjá sínum mönnum í Pirates. Hann stökk upp úr sæti sínu og hélt sér í handrið fyrir framan á sama tíma en ekki vildi betur til en svo að hann kollsteyptist yfir handriðið og féll rúma sex metra niður.

Kavan var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús en hann hálsbrotnaði, viðbeinsbrotnaði auk þess sem bein í hrygg hans brotnaði.

Systir hans lýsti því í samtali við bandaríska fjölmiðla í gær að hann hefði þó tekið fyrstu skrefin eftir slysið.

„Að sjá hann á fótum og hreyfa sig var stór sigur og mikill léttir,“ sagði hún en bætti við að hann ætti enn „langt í land“ með að ná bata.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Drap 74 ára nágranna sinn vegna deilna um lokað hlið

Drap 74 ára nágranna sinn vegna deilna um lokað hlið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myrti eiginkonuna og henti fótum hennar í ruslið – Eyddi formúu í 2 áratugi í hennar nafni áður en komst upp um hann

Myrti eiginkonuna og henti fótum hennar í ruslið – Eyddi formúu í 2 áratugi í hennar nafni áður en komst upp um hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan