fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Pressan

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Pressan
Miðvikudaginn 7. maí 2025 19:30

Gervigreindarútgáfan af Chris Pelkey.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður frá Arizona sem var skotinn til bana árið 2021 kom fram í réttarsal á mánudag – eða að minnsta kosti útgáfa af honum sem byggð er á gervigreind.

Er talið að þetta sé í fyrsta sinn í bandarískri réttarsögu sem gervigreind er notuð til að flytja yfirlýsingu frá fórnarlambi.

Maðurinn sem um ræðir hét Chris Pelkey en hann var skotinn til bana í borginni Chandler í Arizona af Gabriel Horcasitas. Pelkey, sem var 37 ára, hafði farið út úr bílnum sínum á rauðu ljósi til að ræða við Horcasitas sem var í bíl fyrir aftan hann, en sá síðarnefndi brást við með því að draga upp skotvopn og skjóta Pelkey til bana. Hafði eitthvað ósætti komið upp á milli þeirra í umferðinni.

Í frétt Guardian kemur fram að ættingjar Chris, þar á meðal systir hans, Stacey Wales, hafi velt fyrir sér hvað Pelkey myndi segja um morðið ef hann gæti tjáð sig um það.

Með aðstoð eiginmanns síns og vinar, sem báðir hafa unnið með gervigreind í mörg ár, setti hún myndbönd og hljóðupptökur af bróður sínum í gervigreindarlíkan sem skilaði af sér útgáfu af Pelkey þar sem hann talaði meðal annars um fyrirgefningu.

Sjálfur var Pelkey guðrækinn og trúaður en hann gegndi meðal annars herþjónustu fyrir bandaríska herinn í Írak og Afganistan.

„Til Gabriel Horcasitas, mannsins sem skaut mig: Það er synd að við skyldum hittast við þessar kringumstæður. Í öðru lífi hefðum við sennilega getað orðið vinir,“ sagði gervigreindarútgáfan af Pelkey í myndbandinu. „Ég trúi á fyrirgefningu og Guð sem fyrirgefur. Ég hef alltaf gert það og geri enn.“

Wales skrifaði textann sem notaður var í myndbandinu og kveðst hún þess fullviss að bróðir hennar hefði verið sáttur við niðurstöðuna. Dómarinn í málinu, Todd Lang, virðist einnig hafa verið hrifinn og hafði hann orð á því þegar hann kvað upp refsingu yfir Horcasitas.

„Ég fann að þetta var einlægt; að augljós fyrirgefning hans gagnvart Horcasitas endurspegli þann karakter sem við höfum fengið að kynnast,“ sagði hann.

Að lokum dæmdi Todd Horcasitas í tíu og hálfs árs fangelsi en saksóknarar í málinu höfðu farið fram á níu og hálfs árs dóm. Myndbandið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegt myndband af vélmenni vekur athygli – Hvað ætlaði það sér?

Óhugnanlegt myndband af vélmenni vekur athygli – Hvað ætlaði það sér?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lifðu af 36 klukkustundir umkringd krókódílum – Stóðu ofan á flugvélarflakinu

Lifðu af 36 klukkustundir umkringd krókódílum – Stóðu ofan á flugvélarflakinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skutu rússneska orustuþotu niður með sjávardróna

Skutu rússneska orustuþotu niður með sjávardróna