Undanfarið hafa Íslendingar verið fljótir að stökkva upp á nef sér yfir Höllu Tómasdóttur forseta. Annars vegar fyrir það hvernig hún kvittar undir skjöl og hins vegar fyrir að hafa orðið það á að skrifa „Pope Francis“ í samúðarkveðju sinni vegna fráfalls Frans páfa, en færslan var að öðru leyti á íslensku. Líklega hefðu landsmenn ýmislegt að segja ef opinberar vefsíður og samfélagsmiðlar forsetaembættisins færu að birta færslur á borð við þær sem hafa komið frá bandaríska embættinu.
Forsetaembætti Bandaríkjanna, Hvíta húsið, heldur úti aðgangi á samfélagsmiðlinum X. Þar hafa birst vægast sagt óformlegar og óforsetalegar færslur undanfarið. Margir netverjar segja þetta þjóðinni til skammar og telja öruggt að á bak við reikninginn sé ekki jakkafataklæddur háskólamenntaður opinber starfsmaður heldur óharðnaður unglingur.
Trump hefur undanfarna mánuði verið sakaður um aðför gegn lýðræðinu og einræðistilburði. Það bætti því ekki úr skák þegar Hvíta húsið birti færslu þar sem mátti sjá gervigreindarmynd sem sýndi Trump með kórónu á forsíðu tímaritsins Time ásamt textanum: Lengi lifi konungurinn.
Svo birti embættið aðra gervigreindarmynd um helgina í tilefni af stjörnustríðsdeginum 4. maí. Þar má sjá vöðvastæltan Trump með geislasverð og í búning í anda stjörnustríðsmyndanna. Með færslunni skrifaði embættið að forsetinn væri að berjast gegn öfgavinstrinu sem vildu leyfa ófétum, morðingjum og bófum að koma óheft inn til Bandaríkjanna. Embættið nefndi einnig Sith-herra. Í stjörnustríðsmyndunum eru sith-herrar (e. sith lords) þeir sem nota myrku hlið kraftsins (e. the force) og eru gjarnan á mála hjá keisaraveldinu. Þetta eru vondu karlarnir í myndunum og má þekkja þá einkum af geislasverðunum sem eru rauð. Gervigreindin lét Trump halda á rauðu sverði.
Trump lofaði því í kosningabaráttunni sinni að brottvísa milljónum innflytjenda fljótlega eftir að hann tók við embætti. Hvíta húsið hefur birt margar færslur þar sem fylgjendum er komið í skilning við að brottvísanir séu hafnar og að öllum brögðum verði beitt til að koma ólöglegum innflytjendum til sinna heima. Mörgum þykir Hvíta húsið þó gera það með afar ósmekklegum hætti. Meðal annars er gert grín að grátandi innflytjendum, samin hnyttin ljóð og áfram mætti lengi telja.
Hvíta húsið hefur birt nokkrar færslur þar sem spjótunum er beint að innflytjandanum Kilmar Abrego Garcia sem nú situr í fangelsi í El Salvador vegna mistaka bandarísku ríkisstjórnarinnar. Garcia var vísað úr landi þrátt fyrir að hið opinbera hafi bæði veitt honum vernd og skuldbundið sig til að senda hann aldrei aftur til El Salvador. Hver dómarinn á eftir öðrum hefur staðfest að ríkinu beri að koma Garcia aftur heim en þess í stað hefur ríkisstjórnin ráðist í herferð gegn mannorði Garcia þar sem því hefur, án nokkurra sannana, verið haldið fram að hann sé í glæpagengi. Eins hefur hið opinbera teflt því fram að Garcia var eitt sinn sakaður um heimilisofbeldi gegn eiginkonu sinni og fékk af því tilefni tímabundið nálgunarbann á sig. Eiginkona hans hefur þó stigið fram og sagt að þar sé um þeirra einkamál og deilur að ræða sem réttlæti ekki að honum sé brottvísað að ósekju. Eiginkona hans og barn eru bæði með bandarískan ríkisborgararétt.
Margir furðar sig á því að einhver sé að fá greitt, með skattpeningum, fyrir að birta þessar færslur.
„Skattpeningar eru notaðir í ÞETTA en ekki í rannsóknir á barnakrabbameini?“
The official White House Twitter account posted the photo of Trump playing pope.
Our tax dollars can pay for THIS but not children’s cancer research? pic.twitter.com/weiyH1DjOZ
— 🌻Renee🕊️ (@nay731) May 3, 2025
Fólki grunar að samfélagsmiðlastjórinn sé ungur að árum. Mögulega unglingur.
„Mér finnst það verulegt áhyggjuefni að samfélagsmiðlastjórinn sem heldur utan um opinberan reikning Hvíta hússins sé með andlegan þroska 13 ára hvíts drengs sem horfir of mikið á South Park“
It’s deeply concerning to me that the social media manager for the official white house account has the maturity of a 13 year old white boy who watches too much South Park.
This shit isn’t funny. It’s just racist. https://t.co/ZsA4oZIpJZ
— Kaija 🏴☠️ terrified citizen (@mother_fickle) May 2, 2025
„Er vanþroskaður, hortugur og illa upplýstur unglingsdrengur að sjá um opinberan reikning Hvíta hússins á X?“
Is there an immature, disrespectful, poorly taught teenage boy running the official White House X account? pic.twitter.com/X5dAhi5Yrr
— kristin jamieson (@khjamieson) May 3, 2025
Öðrum finnst það svo til skammar að opinber aðgangur eins valdamesta embættis heims sé notaður með þessum hætti. Þetta sé ekki spurning um að skemmta einhverjum hægrisinnuðum gaurum á X heldur eigi aðgangurinn að miða að því að miðla mikilvægum upplýsingum til Bandaríkjamanna. Aðrar þjóðir geti séð þessar færslur og haldi líklega nú að Bandaríkin séu orðin að brandara.
„Opinbera síða Hvíta hússins er orðin helvíti hraksmánarleg. Þessi andskoti er óheflaður. Það er virkilega sorglegt að þetta er ekki skopstæling heldur alvara.“
The White House official page is a goddamn embarrassment now.
This mother fucker is UNHINGED!
It’s truly sad that this is NOT parody, that this is real. pic.twitter.com/l9ii5RwJNY— Liberal Lisa in Oklahoma (@lisa_liberal) May 4, 2025