Skipið er sagt vera hið fyrsta í flota þungvopnaðra skipa sem geta skotið kjarnorkuflaugum á loft.
Sky News skýrir frá þessu og segir að einræðisherrann hafi sagt skipið vera mikilvægt skref að markmiði hans um að stækka aðgerðasvæði hersins og til að geta gert árásir að fyrra bragði.
Eins og svo oft áður, sagði hann að uppbygging hersins sé svar við þeirri ógn sem stafi frá Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra í Asíu sem haldi þar oft heræfingar. Hann hét því að svara þessari ógn af festu.
Nýja skipið er 5.000 tonn og var byggt á 400 dögum að sögn ritara Verkamannaflokksins, sem er auðvitað flokkur einræðisherrans.
Næsta skref einræðisherrans er að láta smíða kjarnorkuknúinn kafbát.