fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Pressan

Kim Jong-un montar sig af nýju herskipi – „Búið öflugustu vopnunum“

Pressan
Föstudaginn 2. maí 2025 07:30

Nýja herskipið. Mynd:KCNA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, afhjúpaði um helgina splunkunýtt herskip sem er að hans sögn „búið öflugustu vopnunum“.

Skipið er sagt vera hið fyrsta í flota þungvopnaðra skipa sem geta skotið kjarnorkuflaugum á loft.

Sky News skýrir frá þessu og segir að einræðisherrann hafi sagt skipið vera mikilvægt skref að markmiði hans um að stækka aðgerðasvæði hersins og til að geta gert árásir að fyrra bragði.

Eins og svo oft áður, sagði hann að uppbygging hersins sé svar við þeirri ógn sem stafi frá Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra í Asíu sem haldi þar oft heræfingar. Hann hét því að svara þessari ógn af festu.

Nýja skipið er 5.000 tonn og var byggt á 400 dögum að sögn ritara Verkamannaflokksins, sem er auðvitað flokkur einræðisherrans.

Næsta skref einræðisherrans er að láta smíða kjarnorkuknúinn kafbát.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Maria lagði á ævintýralegan flótta til að geta tekið við friðarverðlaunum Nóbels

Maria lagði á ævintýralegan flótta til að geta tekið við friðarverðlaunum Nóbels
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tesla olli eldsvoða og sex manna fjölskylda missti allt – Telur að kraftaverk hafi bjargað lífi þeirra

Tesla olli eldsvoða og sex manna fjölskylda missti allt – Telur að kraftaverk hafi bjargað lífi þeirra