Oliver Blume, forstjóri fyrirtækisins, sagði þetta í samtali við Allgemeine Zeitung og sagði að uppbyggilegar viðræður standi nú yfir við bandarísk stjórnvöld.
Hann sagði að fyrirtækið sé með framtíðaráætlanir varðandi spennandi verkefni sem séu sér sniðin fyrir bandaríska markaðinn og um leið aðlaðandi fyrir hann.
Trump hefur tilkynnt um 25% toll á alla innflutta bíla og það kemur illa við Volkswagen því Bandaríkin eru mikilvægur markaður fyrir fyrirtækið.
Volkswagen framleiðir tíu bílategundir og seldi eina milljóna bíla í Norður-Ameríku á síðasta ári en það svarar til 12% af heildarsölu fyrirtækisins.