Veiran heitir „Jyvaskylavirus“ og þrátt fyrir að nafnið hljómi eiginlega eins og nafn á vísindaskáldsögu er veiran ekki hættuleg fyrir okkur fólkið.
Uppgötvunin opnar fyrir aukinn skilning á stórum veirum sem er að finna í jarðvegi og vatni.
Veiran er 200 nanómetrar í þvermál og er því örugg í flokknum „risaveira“ en í honum eru veirur sem eru stærri en þær sem við þekkjum allra best, til dæmis inflúensuveirur og kórónuveiran.
Rannsókn finnsku vísindamannanna hefur verið birt í vísindaritinu eLife.