fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Breskur ofurnjósnari er látinn – Flúði frá Rússlandi í farangursrými

Pressan
Þriðjudaginn 25. mars 2025 09:30

Oleg Gordievsky var sæmdur heiðursorðu af Elísabetu II. Mynd: FIONA HANSON / POOL / AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski ofurnjósnarinn Oleg Gordievsky, sem var rússneskur að uppruna eins og nafnið bendir til, er látinn 86 ára að aldri. Hann var árum saman háttsettur innan sovésku leyniþjónustunnar KGB en um leið var hann á mála hjá bresku leyniþjónustunni MI6.

BBC skýrir frá þessu og segir að hann hafi látist á heimili sínu í Surrey og að ekki leiki grunur á að eitthvað óeðlilegt hafi valdið dauða hans. Samt sem áður munu réttarmeinafræðingar bresku hryðjuverkalögreglunnar sjá um krufningu á líki hans.

Gordievsky var talinn mikilvægasti njósnari Breta frá upphafi því hann dældi í þá upplýsingum beint frá toppi KGB á tímum kalda stríðsins.

KGB fór að gruna hann um græsku 1985 en hann náði rétt svo að komast úr landi með því að fela sig í farangursrými bifreiðar sem var ekið frá Rússlandi til Finnlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali