fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Telja að Pútín eigi erfitt með að semja um vopnahlé á þessum tímapunkti

Pressan
Miðvikudaginn 12. mars 2025 16:30

Vladimir Pútín. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskir embættismenn telja að erfitt verði fyrir Vladimír Pútín Rússlandsforseta að samþykkja 30 daga vopnahlé eins og Bandaríkjamenn lögðu til í gær og Úkraínumenn hafa samþykkt fyrir sitt leyti.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagst vonast til þess að vopnahléið verði samþykkt á næstu dögum en rússnesk yfirvöld hafa ekki gefið neitt út um það opinberlega hvort þeir muni samþykkja eða hafna tillögunni.

„Það verður erfitt fyrir Pútín að samþykkja vopnahlé á þessum tímapunkti. Hann er í sterkri stöðu núna því Rússum hefur gengið vel á vígvellinum síðustu daga,“ segir heimildarmaður Reuters og vísar í fréttir af því að Úkraínuher hafi verið hrakinn að stóru leyti frá Kúrsk-héraði sem Úkraínumenn hafa haft á sínu valdi síðan í ágúst á síðasta ári.

Rússar eru sagðir ráða yfir tæplega einum fimmta af því landsvæði sem tilheyrt hefur Úkraínu og hefur þeim tekist að færa sig smátt og smátt vestar á bóginn.

„Ef gera á samkomulag ætti það að vera á okkar forsendum, en ekki forsendum Bandaríkjanna,“ segir Konstantin Kosachev, þingmaður á rússneska þinginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði