fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Trump sagður ætla að reka 240 þúsund Úkraínumenn úr landi

Pressan
Fimmtudaginn 6. mars 2025 12:54

Donald Trump Bandaríkjaforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta er sögð ætla að afturkalla sérstaka tímabundna vernd sem úkraínskir ríkisborgarar fengu í landinu eftir innrás Rússa.

Þetta hefur Reuters eftir ónafngreindum hátt settum embættismanni og þremur heimildarmönnum sem eru kunnugir málinu.

Skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu snemma árs 2002 tilkynntu bandarísk stjórnvöld að Úkraínumenn gætu fengið sérstaka, tímabundna vernd í Bandaríkjunum. Talið er að um 240 þúsund Úkraínumenn njóti þessarar verndar í Bandaríkjunum, bæði einstaklingar sem flúðu eftir innrásina og einstaklingar sem þegar voru í landinu þegar innrásin hófst.

Í frétt Reuters kemur fram að svo gæti farið að Trump nái þessu í gegn fljótlega, jafnvel strax í apríl.

Þá kemur fram að umtalaður fundur Volodomír Selenskíj Úkraínuforseta og Donald Trump á dögunum hafi ekkert með þessa ákvörðun að gera.

Segir í frétt Reuters að bandarísk stjórnvöld hafi hafið undirbúning á þessu áður en að fundinum kom og tengist hertum aðgerðum bandarískra stjórnvalda í innflytjendamálum. Í frétt Reuters er þess að lokum getið að talsmaður Hvíta hússins gæti engar upplýsingar veitt um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 6 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn