fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Hreyfing getur valdið breytingum í heilanum sem hjálpa til við að koma í veg fyrir elliglöp

Pressan
Sunnudaginn 16. febrúar 2025 07:30

Það er hollt að fara í göngutúr. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það að hreyfa sig allt lífið, sérstaklega áður en maður verður fimmtugur, getur valdið breytingum í heilanum sem geta komið í veg fyrir elliglöp.

Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar þar sem unnið var með gögn rúmlega 6.000 þátttakenda.

STV News segir að vísindamennirnir hafi rannsakað hversu oft þátttakendurnir hreyfðu sig, þar á meðal með göngu, sundi eða í hópíþróttum, í þrjá áratugi, fyrir og eftir fimmtugsafmælið. Heilar þeirra voru myndaðir og myndirnar síðan greindar ofan í kjölinn.

Telja vísindamennirnir að hreyfing hjálpi til við að viðhalda rúmmáli heilans á svæðum sem stýra hugsun og minni. Þeir þátttakendur, sem hreyfðu sig reglulega, voru einnig síður líklegri til að upplifa andlega hnignun og skipti þá engu þótt þeir hefðu sýnt snemmbúin merki um Alzheimers.

Rannsóknin leiddi í ljós að hreyfing allt lífið gerði að verkum að heilastarfsemin var betri um sjötugt en ella og átti það einnig við um þá sem voru með snemmbúin merki um Alzheimers. Ávinningurinn af hreyfingu var meiri hjá konum en körlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði