fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Svona getur kaffi örvað efnaskiptin

Pressan
Laugardaginn 8. febrúar 2025 13:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaffi er nauðsynlegur hluti af daglegu lífi margra því það veitir orku og bætir einbeitinguna að margra mati. En vissir þú að kaffi getur einnig bætt efnaskipti líkamans?

Vegna hinnar einstöku samsetningar kaffis, þá býr það yfir mörgum eiginleikum sem gera það að svolitlu meira en bara hressandi drykk.

Kaffi inniheldur tvö lykilefni sem gegna mikilvægu hlutverki við að koma brennslu líkamans af stað.

Annað þeirra er hið vel þekkta koffín. Það örvar miðtaugakerfið og eykur losun fitusýra úr fituvef. Rannsóknir hafa sýnt að koffín getur aukið efnaskiptin um 3-11% sem þýðir að líkaminn brennir fleiri hitaeiningum, meira að segja í hvíld.

Hitt efnið er klórógensýra sem er andoxunarefni sem er í miklu magni í grænum kaffibaunum. Það getur dregið úr því magni glúkósa sem líkaminn tekur upp. Það þýðir lægra blóðsykurmagn og minni fitusöfnun. Klórógensýran getur einnig haft jákvæð áhrif á blóðþrýstinginn og starfsemi æðanna.

Kaffitegundirnar hafa ekki allar sömu virkni þegar kemur að því að örva efnaskiptin.

Grænt kaffi gert úr óristuðum kaffibaunum, sem innihalda mikið af klórógensýrum, er sérstaklega gott þegar kemur að því að léttast og til að auka efnaskiptin.

Þegar hellt er upp á filterkaffi tapast nokkrar olíur sem geta aukið blóðfituna. Koffín og andoxunarefni halda sér. Þetta er því gott val þegar kemur að daglegri kaffidrykkju.

Svart kaffi, án sykurs og rjóma, er hitaeiningasnautt og inniheldur mikið af andoxunarefnum. Það verndar líkamann gegn hættulegum efnum og styður vel við efnaskiptin.

Til að hámarka áhrif kaffidrykkju er best að velja tegundir á borð við grænt kaffi, filterkaffi eða svart kaffi án viðbættra efna. Einnig er gott að gæta þess að borða hollan mat og stunda reglulega hreyfingu.

Síðan er mikilvægt að hlusta á líkamann og forðast of mikla kaffidrykkju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði