fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Kínverskum leikara var rænt – Málið vekur athygli á óhugnanlegum iðnaði í Mjanmar

Pressan
Föstudaginn 7. febrúar 2025 04:27

Wang Xing, í hvítu peysunni, ásamt taílenskum lögreglumönnum eftir að hann slapp úr svikatölvuveri. Mynd:Taílenska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var ekki annað að sjá en þetta væri ósköp venjulegt starf. Ekki ólíkt því sem hann var í 2018. Ekki neitt sérstaklega flókið en heldur ekki eitthvað sem myndi breyta lífi hans. Starf, sem maður tekur þegar maður er ekki stjarna, heldur bara ósköp venjulegur leikari sem þarf að grípa öll þau störf sem bjóðast til að hafa í sig og á.

Wang Xing flaug því frá Kína til Bangkok í Taílandi eftir að hafa fengið starfið í gegnum vinnumiðlun á netinu.

Bíll beið eftir honum á flugvellinum og honum fannst ekkert óeðlilegt við það. Hann kippti sér heldur ekki við að ekið var að landamærunum við Mjanmar, fimm tíma akstur.

En það rann upp fyrir honum að eitthvað væri óeðlilegt þegar tveir vopnaðir menn tóku við honum við landamærin og framkoman breyttist til hins verra.

Wang Xing var fórnarlamb svika sem blómstra þessi misserin, sérstaklega í Suðaustur-Asíu en er einnig þekkt frá öðrum svæðum í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku.

Honum hafði verið rænt til að láta hann vinna í þrældómi í ólöglegu símaveri, svokölluðum „netbúgarði“ í Mjanmar. Eins og mörg þúsund aðrir, var hann neyddur til að taka þátt í þróuðu netsvindli í gegnum tölvur og með símtölum, sem vel var fylgst með, við fórnarlömbin.

Áður fyrr voru það aðallega atvinnulausir ungir menn sem voru lokkaðir í gildru af þessu tagi. En nú hefur færst í vöxt að vel menntað fólk, sem talar jafnvel mörg tungumál, sé lokkað í gildru og síðan látið þræla við þessa svikastarfsemi.

Wang Xing var snoðaður, öll skilríki tekin af honum og honum komið fyrir á „netbúgarði“ þar sem honum var kennt að nota tölvu. Hann segir að um 50 aðrir hafi verið í ánauð þarna.

Hann var heppinn því martröð hans varði aðeins í þrjá daga. Hann gat því sagt sögu sína, að hluta en mikilvægum atriðum er haldið leyndum af honum og yfirvöldum.

„Netbúgarðurinn“ er nærri Myawaddy, sem er landamærabær, sem nær í raun inn í Taíland. Þar er mikill fjöldi „fyrirtækja“ af þessu tagi. Vegna borgarastríðsins í Mjanmar, er svæðið í raun stjórnlaust einskismannsland. Kínversk glæpasamtök og önnur glæpasamtök ráða ríkjum og þéna rosalega á netsvindli. Jótlandspósturinn skýrir frá þessu.

Wang Xing getur þakkað unnustu sinni fyrir að hann losnaði úr ánauðinni. Hún varð óróleg þegar hún heyrði ekkert frá honum og lýsti eftir honum á samfélagsmiðlum. Það eru einmitt þessir sömu samfélagsmiðlar sem glæpagengin nota til að svindla á fólki.

Dularfullt hvarf hans og eftirlýsingin breiddist út eins og eldur í sinu á kínverskum samfélagsmiðlum. Þaðan barst þetta til Taílands og neyddust kínverska sendiráðið og taílensk yfirvöld til að bregðast við og grípa til aðgerða eftir mikinn þrýsting frá netnotendum.

Þremur dögum síðar boðaði lögreglan til fréttamannafundar sem Wang Xing kom fram á. Greinilegt var að málið hafði tekið mjög á hann.

Hvorki hann né yfirvöld hafa viljað skýra frá hvernig hann slapp úr klóm glæpagengisins eða af hverju hann var sá eini sem slapp.

Ýmsar ástæður geta verið fyrir þessum leyndarhjúp. Til dæmis gæti taílenska lögreglan hafa látið til skara skríða í Mjanmar en það væri auðvitað mjög viðkvæmt milliríkjamál. Einnig gæti verið að glæpagengið hafi einfaldlega sleppt honum til að reyna að draga úr þeirri miklu athygli sem beindist að því og starfsemi þess.

Ef svo var, þá heppnaðist það ekki.

Kínverskir samfélagsmiðlar eru nú undirlagðir af auglýsingum eftir fólki sem hefur horfið á svipaðan hátt. Um 1.200 nöfn horfinna einstaklinga eru nú í dreifingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann
Pressan
Fyrir 2 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 4 dögum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi