fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Var sakaður um að hafa fróað sér í strætisvagni – Fær 900.000 krónur í bætur

Pressan
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 07:00

Hér sést fróarinn í strætisvagninum. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex lögreglumenn handtóku Brent Naylor á heimili hans í Lundúnum eftir að bent hafði verið á hann sem mann sem fróaði sér í strætisvagni. Naylor var hins vegar alsaklaus af þessu og nú þarf lögreglan að greiða honum sem nemur 900.000 íslenskum krónum vegna málsins.

Naylor segist hafa  sætt bæði andlegum og líkamlegum árásum síðan þetta gerðist. Lögreglan óskaði eftir aðstoð almennings við að bera kennsl á manninn, sem fróaði sér í strætisvagninum, og var bent á Naylor eftir að hafa birt mynd úr eftirlitsmyndavél strætisvagnsins.

Það skipti lögregluna engu að Naylor er ekki vitund líkur manninum á myndinni, hann var samt sem áður handtekinn.

Fróaranum var lýst sem „þybbnum“ og rúmlega 180 cm á hæð. Naylor er töluvert lægri en það og mun grennri en fróarinn. Samt sem áður taldi lögreglan líklegt að hann væri sökudólgurinn.

Þegar honum hafði verið haldið í fangaklefa í sjö klukkustundir ræddi háttsettur lögreglumaður við hann og áttaði sig um leið á að þetta væri ekki fróarinn.

Naylor var þá sleppt úr haldi en skaðinn var skeður því nágrannar hans sáu þegar hann var handtekinn.

Naylor er fatlaður og hefur lent í miklum hremmingum í kjölfar handtökunnar. Hann var borinn út úr íbúð sinni og meinaður aðgangur að uppáhaldsbörunum sínum.

Hann hefur verið áreittur andlega og líkamlega, nú síðast fyrir jól var hann lagður inn á sjúkrahús eftir að hafa verið laminn í höfuðið með glerflösku.

Naylor réð lögmann til að annast mál sitt og nýlega samdi lögreglan um að greiða honum bætur upp á sem svarar til um 900.000 króna vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún ætlaði bara að skipta peningaseðli – Það reyndist vera besta ákvörðun dagsins

Hún ætlaði bara að skipta peningaseðli – Það reyndist vera besta ákvörðun dagsins
Pressan
Fyrir 5 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“