fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19

Pressan
Miðvikudaginn 22. janúar 2025 04:30

Chantelle og Monique. Mynd:GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Monique Fuller, 8 ára, varð náföl í framan og kvartaði undan sjóntruflunum, var hún flutt á sjúkrahús í skyndi. Ýmsar rannsóknir voru gerðar á henni og kom þá í ljós að hún var með hræðilegan sjúkdóm, auk þess að vera með COVID-19.

Hún greindist með bráða eitilfrumuhvítblæði. „Mér leið hryllilega. Ég brotnaði algjörlega saman. Ég gat ekki sætt mig við þetta og ég á enn erfitt með að taka þessu . . . ég vildi að ég gæti losað hana við þetta. Hún er barnið mitt,“ hefur Mirror eftir Chantelle Quinn, móður Monique.

Þessi tegund krabbameins hefur áhrif á blóðið og beinmerginn. Það einkennir það að líkaminn framleiðir of mikið af óþroskuðum hvítum blóðkornum. Þau geta borist úr beinmergnum í blóðrásina og safnast upp í ýmsum líffærum, þar á meðal eitlum, milta, lifur og taugakerfinu.

Monique hefur verið í lyfjameðferð við krabbameininu á Westmead barnasjúkrahúsinu í Sydney síðan hún greindist með það. Fram undan er enn erfiðari lyfjameðferð.

Móðir hennar segir skelfilegt að horfa upp á hana, hún sé svo ólík því sem áður var. Hún hafi alltaf verið hamingjusöm og lífleg en nú brotni hún saman daglega þegar hún reyni að skilja hvað er að.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju