fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Neðansjávarfjöll við Kanaríeyjar gætu verið skýringin á þjóðsögunni um Atlantis

Pressan
Laugardaginn 7. september 2024 07:30

Hraun við Los Atlantes. Mynd:IGME-CSIC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stór neðansjávarfjallgarður með þremur óvirkum eldfjöllum gæti verið það sem kveikti þjóðsöguna um Atlantis. Fjöllin sukku í sæ við strönd Lanzarote fyrir milljónum ára.

Spænskir vísindamenn fundu fjöllin og segja að fjöllin hafi verið eyjur sem sukku í sæ og að þetta geti verið það sem kveikti þjóðsöguna um Atlantis.

Live Science hefur eftir Luis Somoza, sem stýrir rannsóknum á eldfjallavirkni við Kanaríeyjar.

Teymi hans fann eldfjöllin, sem voru eyjur áður fyrr að sögn Somoza og eru raunar enn að sökkva. Eldfjöllin þrjú eru óvirk og eru um 50 km í þvermál. Rætur þeirra eru um 2,3 km undir yfirborði sjávar en hæstu tindarnir eru um 60 metra undir yfirborði sjávar.

Vísindamenn skýrðu fjallgarðinn „Mount Los Atlantes“ eftir samnefndu menningarsamfélagi, sem Plató fann upp, sem guðirnir köstuðu í sjóinn til að refsa fólki fyrir siðleysi.

„Þetta voru eyjur áður fyrr og þær sukku, þær eru enn að sökkva eins og þjóðsagan um Atlantis segir,“ sagði Somoza.

Los Atlantes var eyjuþyrping en þegar eldfjöllin á þeim hættu að gjósa, storknaði hraunið og varð þéttara. Það olli því að eyjurnar sukku í sæ. En sumt hefur haldið sér ágætlega á þeim þótt þær séu sokknar í sæ. Samoza sagði að vísindamennirnir hafi séð strendur, kletta og sandsléttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Settu líkið í kæli og héldu túrnum áfram – fjölskylda í áfalli eftir dauða á skemmtiferðaskipi

Settu líkið í kæli og héldu túrnum áfram – fjölskylda í áfalli eftir dauða á skemmtiferðaskipi
Pressan
Fyrir 1 viku

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“