fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Pressan

Upplýsingafulltrúi Hvíta hússins gáttuð á spurningu fréttamanns FOX um Kamala Harris – „Þessi spurning er galin“

Pressan
Miðvikudaginn 4. september 2024 11:30

Kamala Harris vill gjarnan að fleiri kjósendur skrái sig sem Demókrata.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er allt á hliðinni í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember. Þar munu Bandaríkjamenn kjósa á milli demókratans Kamala Harris og repúblikanans Donald Trump.

Baráttan er hörð og er allt týnt til að ná höggi á andstæðingnum. Það nýjasta hjá repúblikönum er að gagnrýna framburð Harris, en hægrisinnaðir fjölmiðlar hafa vakið athygli á því að svo virðist sem forsetaframbjóðandinn tali með mismunandi hreim eftir því við hvern hún ræðir.

Á þriðjudaginn birti Fox fréttastofan myndbrot frá kosningafundi Harris í Detroit þar sem hún sagði: „Þið ættuð að þakka fólki í verkalýðsfélögum“. Fox taldi Harri ekki vera að nota sína náttúrulegu rödd og gekk þetta það langt að sama dag, á blaðamannafundi í Hvíta húsinu, ákvað fréttamaðurinn Peter Doocy að spyrja upplýsingafulltrúa Hvíta hússins um framboð forsetaefnisins.

„Hvenær byrjaði varaforsetinn að tala með því sem hljómar eins og suðurríkja hreimur?“

Upplýsingafulltrúinn, Karine Jean-Pierre var þó fljót að skjóta fyrirspurnina í kaf og svaraði hreinlega: „Ég hef ekki hugmynd um hvað þú ert að tala um“

Doocy útskýrði að Harris hafi notað slíkan hreim á kosningafundi í Detroit en Jean-Pierre greip fljótt fram í fyrir honum og sagði: „Ok Peter.“

Doocy reyndi að útskýra spurningu sína frekar en fékk þá lokasvarið frá upplýsingafulltrúanum:

„Ég meina, ertu að heyra þessa spurningu sem þú ert að bera fram? Hvað ég meina er, heldurðu virkilega að Bandaríkjamönnum sé mikilvægt að fá þessu svara? Veistu hvað Bandaríkjamenn vilja heyra um? Efnahaginn. Lækka verðlag. Heilbrigðisþjónustu. Það er það sem skiptir Bandaríkin máli. Það vill fólk heyra um.“

Jean-Pierre bætti við að annar fréttamaður hefði nú nýtt færið og spurt um lýðræði og frelsi. Það skipti líka máli.

„Ég ætla ekki einu sinni að gæla við það að svara spurningum á borð við þessa, bara það eitt að hafa borið hana fram er svo fáránlegt. Þessi spurning er galin.“

Doocy reyndi þó enn og aftur að fá svar og krafðist þess að vita hvort Harris tali með suðurríkja hreim á fundum í Hvíta húsinu. Jean-Pierre hélt þó ekki: „Peter, við erum búin að ræða þetta. Við ætlum að fá næstu spurningu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
Pressan
Í gær

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Í gær

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 5 dögum

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu