fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Pressan

Ólympíufari alvarlega slösuð eftir árás unnustans

Pressan
Miðvikudaginn 4. september 2024 06:30

Rebecca Cheptegei. Mynd:@Narnabi/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rebecca Cheptegei, sem er 33 ára maraþonhlaupari frá Úganda, liggur nú á sjúkrahúsi í Kenía í kjölfar hrottalegrar árásar unnusta hennar á hana.

Sky News segir að ráðist hafi verið á hana á heimili hennar í Trans Nzoia í Kenía. Hún er sögð vera  í lífshættu en hún hlaut brunasár á 75% líkamans.

Cheptegei lenti í 44. sæti í maraþonhlaupi á ólympíuleikunum í París í sumar en hún hljóp á rétt rúmlega tveimur og hálfri klukkustund.

Talsmaður lögreglunnar í Trans Nzoia sagði að unnusti Cheptegei, Dickson Ndiema, hafa keypt bensínbrúsa, hellt úr honum yfir hana og kveikt í henni á sunnudaginn í kjölfar deilna þeirra á milli.

Hann hlaut einnig brunaáverka og liggur einnig á sjúkrahúsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás
Pressan
Fyrir 3 dögum

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifrildi hjóna endaði með ósköpum – Hellti olíu yfir manninn meðan hann svaf

Rifrildi hjóna endaði með ósköpum – Hellti olíu yfir manninn meðan hann svaf