fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Stærsti aðdáandi Oasis brjálaður út í Ticketmaster

Pressan
Þriðjudaginn 3. september 2024 11:32

John Smallbones er einn allra harðasti aðdáandi Oasis.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska hljómsveitin Oasis á sér marga aðdáendur en líklega eru fáir jafn dyggir og Bretinn John Smallbones. Þegar tilkynnt var í síðustu viku að sveitin væri að koma saman aftur var rætt við Smallbones í helstu fjölmiðlum Bretlands enda hefur hann nær helgað líf sitt sveitinni.

En því miður fyrir Smallbones virðist ýmislegt benda til þess að hann muni missa af tónleikaferðalagi sveitarinnar þar sem honum tókst ekki að næla sér í miða.

Smallbones segir í samtali við Daily Star að hann og þrír félagar hans hafi reynt að ná í miða í gegnum miðasölusíðuna Ticketmaster. „Okkur var hent úr röðinni, einum af öðrum. Mér var meira að segja hent út þegar ég var númer eitt. Ticketmaster ræður augljóslega ekki við þetta.“

Ticketmaster er opinber samstarfsaðili sveitarinnar en gríðarleg eftirspurn eftir miðum hefur keyrt miðaverð upp í rjáfur. Í viðtali við breska miðla áður en miðarnir fóru í sölu sagðist John stefna að því að sjá alla ferna tónleika sveitarinnar á Wembley en þó sætta sig við að „sjá þá bara“ fyrsta og síðasta kvöldið. Nú er útlit fyrir að John sjái þá ekki í London nema að punga út svimandi hárri upphæð fyrir miða í endursölu.

John rekur gluggafyrirtæki sem heitir því skemmtilega nafni Wall of Glass en það er að sjálfsögðu vísun í lag Liam Gallagher frá árinu 2017. John er einnig með stórt og mikið húðflúr á bringunni með áletruninni Definitely Maybe en það er einmitt nafnið á fyrstu breiðskífu Oasis sem kom út árið 1994.

John er afar ósáttur við Ticketmaster enda hafi hann vafalítið lagt á sig meiri vinnu en margir sem þó fengu miða. Ticketmaster notast við svokallaða dýnamíska verðlagningu (e. dynamic pricing) sem þýðir að miðaverð hækkar í takt við aukna eftirspurn. Voru dæmi um að miðar hækkuðu í verði um 200 pund, 36 þúsund krónur, á meðan fólk beið í röð.

Í frétt Daily Star kemur fram að þúsundir manna hafi síðustu daga skrifað undir áskorun þess efnis að dýnamísk verðlagning verði bönnuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hann sveik hvern einasta Bandaríkjamann sem hjálpaði honum að komast hingað“

„Hann sveik hvern einasta Bandaríkjamann sem hjálpaði honum að komast hingað“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gönguferð föður með þrjú börn sín endaði með ósköpum

Gönguferð föður með þrjú börn sín endaði með ósköpum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfirborðinu var hann sigursæll þjálfari en undir niðri leyndust myrkar hvatir

Á yfirborðinu var hann sigursæll þjálfari en undir niðri leyndust myrkar hvatir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum