fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Leit lögreglunnar að eldri hjónum endaði með óhugnanlegum fundi

Pressan
Þriðjudaginn 3. september 2024 04:16

Daniel og Stephanie Menard. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn handtók lögreglan í Redland í Kaliforníu Michael Royce Sparks, 62 ára, en hann er grunaður um að hafa myrt nágrannahjón sín, hina 73 ára Stephanie Menard og hinn 79 ára Daniel. Sky News segir að lögreglan hafi notað ökutæki, sem líkist skriðdreka, til að komast inn á heimili Sparks.

Hjónin hurfu frá heimili sínu í Kaliforníu og hóf lögreglan leit að þeim. Lík þeirra fundust síðan í pokum undir steyptu skýli undir húsi Sparks í Olive Dell Ranch sem er hjólhýsahverfi og nektarnýlenda.

Það var sérþjálfaður leitarhundur sem fann líkin undir húsinu á föstudaginn.

Tilkynnt var um hvarf hjónanna helgina áður en það var vinur þeirra sem tilkynnti um hvarfið. Bíll þeirra fannst á sunnudeginum, ekki langt frá heimili þeirra, og einnig símar þeirra beggja og veskis Stephanie.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali