fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Pressan

Par sakfellt fyrir ósiðlega hegðun í flugi frá Tenerife

Pressan
Föstudaginn 27. september 2024 19:00

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvítug kona og 22 ára gamall karlmaður hafa verið sakfelld fyrir ósiðlega hegðun um borð í farþegavél Easy Jet sem flaug frá Tenerife til Bristol á Englandi þann 3. mars síðastliðinn. Canarian Weekly greinir frá þessu.

Háttsemi parsins var fólgin í því að konan lét vel að kynfærum mannsins undir úlpu sem þó huldi ekki kynfæri hans betur en svo að nærliggjandi farþegar sáu hvað fram fór, þar á meðal unglingsstúlka. Farþegar kvörtuðu undan hegðun parsins við áhöfn flugvélarinnar en þegar starfsfólkið ræddu við þau sagðist stúlkan bara hafa verið að nudda fótlegg mannsins.

Parið var handtekið við komuna til Bristol, en þau eru bæði bresk.

Þau játuðu bæði sök fyrir dómi. Karlmaðurinn (sem hafði beðið konuna um að láta vel að sér) var dæmdur í 300 stunda samfélagsþjónustu, en konan í 270 stundir. Þau voru einnig dæmd til að greiða farþegunum þremur sem horfðu upp á kynferðislegar athafnir þeirra, hverju fyrir sig, 100 pund.

Sjá nánar hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagði innbrotsþjóf hafa myrt móður sína – Svo kom sannleikurinn í ljós

Sagði innbrotsþjóf hafa myrt móður sína – Svo kom sannleikurinn í ljós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið