fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Elon Musk vill flytja „hvern sem er“ til Mars – En ekki ef Kamala Harris verður forseti

Pressan
Fimmtudaginn 26. september 2024 09:00

Elon Musk/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við munum aldrei komast til Mars ef Kamala sigrar,“ segir Elon Musk, stofnandi SpaceX. Þar með er rauða plánetan orðin hluti af kosningabaráttunni í Bandaríkjunum.

Á sunnudaginn sagði Musk fylgjendum sínum á X að hann muni senda fimm geimför til Mars eftir tvö ár. „Að lokum verða mörg þúsund Starship geimför á leið til Mars og það verður mögnuð sjón!“ sagði hann.

Musk, sem styður Donald Trump, sagði að ef Demókrati sigrar í kosningunum muni það „eyðileggja áætlunina um að fara til Mars og dæma mannkynið“ með því að drekkja því í bönnum.

„Við munum aldrei komast til Mars ef Kamala sigrar,“ sagði hann fyrr í mánuðinum.

Donald Trump hefur tekið Marsferðir upp á arma sína í kosningabaráttunni að sögn Sky News. Á laugardaginn hét hann því að senda geimfar til Mars á valdatíð sinni ef hann sigrar í kosningunum. „Ég tala við Elon. Elon, sendu þessi geimför af stað,“ sagði hann.

Musk segist pirraður á hversu miklar tafir verða af völdum skriffinnsku og að skriffinnskan aukist árlega og haldi aftur af starfsemi SpaceX.

Hann sagði ef ómönnuð geimför hans komst heilu og höldnu til Mars, muni hann senda fólk þangað 2028. Hann hefur áður sagt að hann vilji koma upp sjálfbærri nýlendu fólks á Mars eftir 20 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Settu líkið í kæli og héldu túrnum áfram – fjölskylda í áfalli eftir dauða á skemmtiferðaskipi

Settu líkið í kæli og héldu túrnum áfram – fjölskylda í áfalli eftir dauða á skemmtiferðaskipi
Pressan
Fyrir 1 viku

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“