fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

„Ég stundaði skyndikynni á hverju kvöldi í sumarfríinu, nú skammast ég mín“

Pressan
Þriðjudaginn 17. september 2024 04:00

Þarft þú að hressa upp á kynlífið?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er nýkomin heim úr vikufríi, alein. Ég svaf hjá nýjum manni á hverju kvöldi. Ég sagði sjálfri mér að ég væri bara frjálslynd og að þetta væri ekkert stórmál, en af einhverri ástæðu finnst mér ég vera hálf tóm og niðurdregin.“

Svona hefst grein, sem var birt á vef Metro, eftir konu eina sem leitaði álits kynlífsráðgjafa miðilsins. Næst skrifaði hún:

„Ég hætti með kærastanum mínum, við höfðum verið lengi saman, í júlí. Okkur hafði ekki samið vel en höfðum bókað sumarfrí saman og ég hlakkaði mjög til þess. Og þrátt fyrir að sambandsslitin hafi legið í loftinu, þá var ég að vona að við gætum þraukað þar til eftir fríið.

Því miður hafði hann ekki jafn mikinn áhuga á því og ég og hann sleit sambandinu. Ég reyndi að fá vinkonu mína til að fara með mér í staðinn en það gekk ekki upp og ég ákvað því að fara ein.

Ég hafði aldrei áður farið ein í frí en ég er frekar myndarleg og fjörug og hélt að það myndi vera einfalt að hitta fólk sem ég gæti verið með. En það reyndist ekki vera svo auðvelt á einni viku og á hverju kvöldi fór ég ein á bari. Ég hef aldrei átt í vandræðum með að ná í stráka og þar sem ég elska kynlíf, þá var ekki erfitt að fá þá með mér í bólið.

Ég upplifði margt frábært og þrátt fyrir að ég hafi alltaf verið svolítið drukkin, þá var ég ekki svo drukkin að ég gæti ekki notið þess. Ég var ekki að leita að neinu varanlegu og sagði þeim öllum að ég vildi bara skemmta mér og þeir virtust allir sáttir við það.

Eftir viku var kominn tími til að fara heim en í stað þess að fara endurnærð, og með frjálsræðistilfinningu, upp í flugvélina, þá var ég niðurdregin og skammaðist mín. Ég átti ekki von á að mér myndi líða svona, en ég virðist ekki geta komist yfir þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum