fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Pressan

Myrti fjóra í skólanum sínum – Nú streyma skelfilegar sögur um fjölskylduna fram

Pressan
Þriðjudaginn 10. september 2024 03:35

Colt Gray. Mynd:Barrow County Sheriff's Office

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku skaut hinn 14 ára Colt Gray fjóra til bana í skólanum sínum í Georgíu í Bandaríkjunum. Skotárásir af þessu tagi eru því miður mjög algengar í Bandaríkjunum og sumir eflaust hættir að kippa sér upp við slíkar fréttir. En umfjöllun bandarískra fjölmiðla um þetta mál hefur verið óvenjulega mikil síðustu daga, ekki síst vegna þess að skelfilegar sögur, um fjölskyldu Colt, hafa streymt fram.

New York Post segir að flestar þeirra snúist um föður hans, hinn 54 ára Colin Gray.

Miðillinn segir að Colt hafi alist upp á heimili þar sem óregla og ofbeldi hafi verið daglegt brauð. Móðir hans var ítrekað handtekin vegna fíkniefnaneyslu, umferðarlagabrota og eignaspjalla.

Faðir hans er sagður vera ofbeldismaður sem hafi ítrekað beitt börn sín og eiginkonu ofbeldi. Hann er í haldi lögreglunnar og verður væntanlega ákærður fyrir aðild að morðunum því hann gaf Colt AR-15 árásarriffil í jólagjöf en það er vopnið sem hann notaði við ódæðisverkið.

New York Post hefur eftir nágrönnum að þeir hafi oft heyrt börnin á heimilinu hrópa á hjálp.

Móðurafi Colt sagði í samtali við CNN að Colt hafi verið góður drengur sem hafi búið í óvinveittu umhverfi. Faðir hans hafi lamið hann og hafi einnig beitt hann andlegu ofbeldi og móðir hans hafi fengið sömu meðferð. Foreldrar hans eru skilin og var skilnaðurinn mjög erfiður að sögn móðurafans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir
Pressan
Í gær

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump varð brjálaður þegar hann sá Maduro dansa – Þremur dögum seinna réðst herinn inn í Venesúela

Trump varð brjálaður þegar hann sá Maduro dansa – Þremur dögum seinna réðst herinn inn í Venesúela
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaut tuska í andlit Nóbelsverðlaunahafa – Trump treystir henni ekki til að fara með völdin í Venesúela

Blaut tuska í andlit Nóbelsverðlaunahafa – Trump treystir henni ekki til að fara með völdin í Venesúela